fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Dóttir Bruce Willis með tilfinningaþrungna færslu um ástand hans

Fókus
Mánudaginn 16. júní 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rumer Willis, dóttir bandaríska stórleikarans Bruce Willis, birti tilfinningaþrungnu færslu um ástand hans á Instagram í gær. Í færslunni talaði hún beint til föður síns en feðradagurinn var haldinn hátíðlegur vestan hafs í gær.

Eins og kunnugt er glímir Bruce Willis við framheilabilun (e. frontotemporal dementia, FTD) sem er sjaldgæft form heilabilunar. Rúm þrjú ár eru síðan greint var frá því að leikarinn, sem varð sjötugur fyrr á þessu ári, glímdi við sjúkdóminn.

Í færslu sinni gaf Rumer til kynna að faðir hennar ætti erfitt með minni og að tjá sig.

„Dagurinn í dag er erfiður. Ég finn djúpan sársauka í brjóstinu yfir því að geta ekki talað við þig og sagt þér frá öllu sem ég er að gera og hvað er að gerast í lífi mínu,“ skrifaði hún og hélt áfram:

„Að faðma þig og spyrja þig út í lífið, sögurnar þínar, erfiðleikana og árangurinn. Ég vildi að ég hefði spurt þig fleiri spurninga á meðan þú gast enn sagt mér frá öllu,“ sagði hún og birti myndir af þeim saman, bæði gamlar og nýjar.

„En ég veit að þú myndir ekki vilja að ég væri leið í dag, svo ég ætla að reyna að vera þakklát og minna sjálfa mig á hvað ég er heppin að þú sért pabbi minn og að þú sért enn hjá mér,“ bætti hún við. „Ég mun vera þakklát fyrir hverja einustu stund sem ég á með þér. Ég elska þig svo mikið, pabbi – gleðilegan feðradag,“ skrifaði hún enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun
Fókus
Í gær

Þórdís Elva hefur fundið ástina

Þórdís Elva hefur fundið ástina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn Michael Madsen látinn

Leikarinn Michael Madsen látinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa