fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Gunnar Heiðar líklegur kostur fyrir ÍA – Nokkrir aðrir gætu komið til greina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. júní 2025 17:30

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur/ Mynd: Viðburðastofa Vestfjarða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Hauksson lét af störfum sem þjálfari ÍA í dag en liðið situr á botni Bestu deildarinnar, ákvörðun um þetta var tekin eftir tap gegn Aftureldingu í gær.

ÍA er á sínu öðru ári í Bestu deildinni, liðið barðist um Evrópusæti á síðustu leiktíð en hefur misst flugið.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur er sá maður sem er nú mest orðaður við starfið, hann er búsettur á Akranesi.

Gunnar hefur stýrt Njarðvík í rúm tvö ár og gert mjög góða hluti þar, liðið situr í öðru sæti Lengjudeildarinnar.

Vilji Skagamenn sækja í reynslu eru nokkrir kostir án starf, helst ber að nefna Arnar Grétarsson sem hætti með Val síðasta sumar. Hann hefur fengið nokkur tilboð eftir það en ekki tekið neitt.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson er án starf, hann hefur mikla reynslu. Jóhannes Karl Guðjónsson fyrrum þjálfari liðsins hefur verið nefndur til sögunnar, Jón Þór tók við ÍA þegar Jóhannes Karl hætti með ÍA árið 2022 til að taka við starfi aðstoðarþjálfara landsliðsins. Jóhannes starfar nú hjá AB í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar