fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fókus

Ragnhildur lætur „krumpaðar sálir vopnaðar lyklaborði“ heyra það

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 12:27

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, tjáir sig um netverja og neikvæðar athugasemdir þeirra í athugasemdakerfum fjölmiðla um útlit fólks, aðallega kvenna, í stað þess að fagna afrekum fólks. Vísar Ragga þar til athugasemda um fimleikakonuna Simone Biles og söngkonuna Celine Dion.

„Simone Biles er 27 ára fimleikakona sem varla þarf að kynna fyrir nokkru mannsbarni, enda hefur hún unnið nær allt sem hægt er að vinna í sinni grein. Þrír Ólympíuleikar og 30 medalíur um hálsinn. Stórkostleg endurkoma eftir að hafa dregið sig úr keppni á síðustu Ólympíuleikum. Mikil sjálfsvinna og opinská um sína geðheilsu.

En krumpaðar sálir vopnaðar lyklaborði beina athugasemdum að allt öðru en gullmedalíu, afrekum og frammistöðu á gólfinu,“

segir Ragga í færslu á Facebook-síðu sinni sem vakið hefur mikla athygli: 

„Nefnilega hárgreiðslunni.

HÁRINU!!!

Hún er ekki nógu ondúleruð að þeirra mati.

„Það ætti að reka hársnyrtinn hennar.“

„Ætti að nota meira hárgel.“

„Vanvirðing við ÓL að vera með tættan hársnúð.“

Svört kona sem hefur verið mjög opinská um samband sitt við hárið sem lætur yfirleitt ekki að stjórn og í röku lofti er vonlaust við að eiga.

Í Bandaríkjunum er CROWN act (Creating a Respectful and Open World for Natural Hair) þar sem ekki má meina fólki menntun eða atvinnu á grunni hárgreiðslu, fléttur, dreddar og fleira.“

Sjálf segist Ragga vera með hárið í einhverjum drasl hnút þegar hún er að lyfta og ekki megi vera eitt einasta hár í andliti hennar.

„Það má ímynda sér að þegar kona er að gera sjöfalda skrúfu, sveifla sér á tvíslá eða hoppa á jafnvægisslá sé henni nokkuð DRULL hvernig hárið lítur út.“

Neglur vöktu meiri athygli en afrekin 

Neglur spretthlauparinn Sha’Carri Richardson fengu líka neikvæðra athugasemda flóð, en hún er þekkt fyrir að vera með langar skrautlegar neglur og mætti til leiks í París með ameríska fánann og fleira á nöglunum.

„Og auðvitað krepptust tær í kommentakerfunum sem minntust ekki á frammistöðu hennar…. ónei Jósei….. neglurnar voru of langar. Of skrautlegar. Of mikið bling, bling.

„Eru ekki reglur um neglur??“

Hraðasta kona heims og hún er gagnrýnd fyrir neglurnar… NEGLURNAR ???“

Mynd: Ragga nagli

Kanadíska söngkonan Celine Dion átti magnaða endurkomu á opnunarhátíð Ólympíuleikanna þar sem lokaði hátíðinni með lagi Edith Piaf, Hym­ne A L’Amour. Persónulegur sigur fyrir Dion enda hef­ur hún ekki sungið op­in­ber­lega í nokk­ur ár eða allt frá því hún greind­ist með sjald­gæfa taugarösk­un, Stiff Per­son Syndrome, í ág­úst 2022. Flutningur Dion heillaði áhorfendur um heim allan og margir með táraflóð við Eiffelturninn eða sjónvarpsskjáinn.

Ragga segir að daginn eftir hátíðina hafi Dion spígsporað um París sultuslök í þægilegum fatnaði og lítið spáð í hár og förðun. En það kostaði athugasemdir um smetti, spjarir og hár.

„Hún þarf að komast í meikóver.“

„Hún á miljarða. Getur hún ekki klætt sig almennilega?“

Naglinn hefur ekki séð athugasemdir um hárgreiðslu, fataval, útlit né neglur á einum einasta karlmanni á ÓL 2024.

Hvenær ætlar ákveðið fólk að hætta að fleyta sínu óöryggi og óunnum sálrænum vandamálum í að höggva í útlit kvenna frekar en að hrósa fyrir frammistöðu, afrek og innræti?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þráir að verða Íslendingur

Þráir að verða Íslendingur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

James Earl Jones er látinn – Talaði fyrir Svarthöfða í Stjörnustríði

James Earl Jones er látinn – Talaði fyrir Svarthöfða í Stjörnustríði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“