fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

„Þvílíkur heimskingi“ – Justin Timberlake virti viðvörun lögreglu að vettugi

Fókus
Laugardaginn 22. júní 2024 19:30

Myndin sem lögregla birti af Timberlake eftir handtöku hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og varla fór framhjá nokkrum manni var poppstjarnan Justin Timberlake handtekinn í síðustu viku fyrir akstur undir áhrifum í bænum Sag Harbor í Hamptons í New York-fylki. Nú hefur það komið upp á yfirborðið að lögreglumaðurinn sem handtók Timberlake stöðvaði för hans nokkru fyrr og gaf honum sjéns. Lögreglumaðurinn, sem heitir Michael Arkinson, þekkti ekki poppstjörnuna en hann sagði Timberlake að hann væri undir áhrifum og ætti ekki að keyra þegar stjarnan var sest undir stýri skammt frá hótelinu þar sem hann sat að sumbli fyrr um nóttina.

Hélt Arkinson þar með að afskiptum sínum að málinu væri lokað og að maðurinn myndi taka leigubíl heim en það reyndist öðru nær. Stuttu síðar sá Arkinson bíl Timberlake á ferð um Hamptons og þá var ekkert í stöðunni annað en að handtaka Timberlake.

„Þvílíkur heimskingi,“ hefur New York Post eftir ónefndum heimildarmanni í umfjöllun sinni um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli