fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Egill Ólafsson: „Afleitur sjúkdómur og ég óska ekki neinum að fá hann“

Fókus
Fimmtudaginn 30. maí 2024 14:16

Egill Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Ólafsson, einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, segir að það hafi verið gott að stíga fram á sínum tíma og segja frá veikindunum sem hrjá hann. Hann greindi frá því árið 2022 að hann hefði greinst með taugahrörnunarsjúkdóminn parkinson.

Egill var gestur Sigurlaugar Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1 þar sem hann ræddi meðal annars veikindin og nýju kvikmyndina, Snerting. Fjallað er um viðtalið á vef RÚV.

Stuðmenn aflýstu tónleikum sínum árið 2022 vegna veikinda en í kjölfarið fóru að koma fram allskonar getgátur um hvað væri að. „Ég ákvað að segja þetta bara eins og þetta er. Mér fannst það gott. Það losaði mig undan þessari spennu að þurfa að vera að látast með þetta. Það er langbest að koma hreint fram.“

Egill segir að hann hafi frétt að hann væri með alzheimer og væri jafnvel við dauðans dyr.

„Af tvennu illu þá er parkinsoninn kannski betri, ef hægt er að segja það, þó það sé afleitur sjúkdómur og ég óska ekki neinum að fá hann,“ segir Egill í viðtalinu. Hann er ekki á þeim buxunum að gefast upp fyrir honum.

„Ég finn ekki fyrir því að gefast upp fyrir þessu. Ég held þetta sé karakterinn. Ég hef alltaf þráast við og kannski viljað geta gera betur en vel oft,“ segir hann og ræðir svo vinnuna við Snertingu sem gat tekið á enda stundum langir vinnudagar.

Nánar á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“

Karlmaður ætlar að slá met Bonnie Blue – „Get ég tekið þá alla?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“

Kynntist poppstjörnukærustunni á vinnustofu – „Bestu sex mánuðir ævi minnar“