fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Fókus
Fimmtudaginn 2. maí 2024 21:30

Stephen King árið 2011. Mynd/Wikimedia Commons-CC BY 2.0-Stephanie Lawton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal vinsælustu framhaldsþátta á efnisveitunni Netflix um þessar mundir er Baby Reindeer. Byggja þættirnir á raunverulegum atburðum og fjalla um karlmann sem lendir í klónum á kvenkyns eltihrelli sem ber nafnið Martha. Raunveruleg kona sem Martha er sögð byggja á er alls ekki sátt við þá mynd sem þættirnir bregða upp af henni. Nýjustu vendingar er að konan hefur hótað rithöfundinum heimsfræga Stephen King, sem er sagður vera mikill aðdáandi þátttanna, því að hann skuli hafa verra af ef honum skyldi detta í hug að skrifa kvikmyndahandrit upp úr þáttunum.

Hótunin felst þó enn sem komið er aðallega í því að konan muni lögsækja King ef hann lætur verða af því að skrifa slíkt handrit.

Það er Mirror sem greinir frá þessu.

King hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Baby Reindeer og raunar skrifað heila ritgerð um þættina.

Hún sé fórnarlambið

Konan er skosk eins og Gadd en býr í London og segist hafa fengið líflátshótanir eftir að þættirnir fóru í loftið og segir þá fela í sér grófa innrás í einkalíf hennar. Hún hefur að sögn farið mikinn á Facebook síðu sinni og segir að hún sé hið raunverulega fórnarlamb en ekki höfundur þáttanna Richard Gadd sem er sagður byggja þá á kynnum sínum við konuna og þeirri áreitni sem hann varð fyrir af hennar hálfu.

Hótanirnar í garð Stephen King hefur konan einnig sett fram í netheimum og hún hefur einnig gert lítið úr Gadd og sagt hann vera með þráhyggju fyrir því að vera frægur. Hún fullyrðir einnig að í næstu viku muni hún koma fram í sjónvarpi og segja sína hlið á málinu.

Baby Reindeer byggja á reynslu Richard Gadd sjálfs. Fyrir um áratug fór hann víða um Bretland með gamansýningar. Eitt sinn bauð hann konu nokkurri upp á tebolla en eftir það mun konan hafa fengið hann á heilann og áreitt hann og eltihrellt næstu misseri.

Konan segir að ekki sé farið með rétt með hinar raunverulegu staðreyndir málsins í Baby Reindeer. Hún segir leikkonuna Jessica Gunning sem leikur Mörthu ekkert vera líka sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram