fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Draugurinn í Höfða í uppáhaldi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. apríl 2024 12:40

Katrín og Stefán fjölluðu um draugagang á Höfða fyrir Hringbraut fyrir nokkrum árum. Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Katrín Bjarkadóttir og Stefán John Stefánsson eru helstu draugasérfræðingar Íslands. Þau halda úti hlaðvarpinu vinsæla Draugasögur og ferðast með hlustendur um myrkustu kima heimsins. Þau hafa um árabil rannsakað draugagang með ýmsum tækjum og segjast hafa undir höndum fjölda sönnunargagna um merki að handan.

Katrín og Stefán eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Þau fara um víðan völl og ræða um það sem er fyrir handan, hvernig draugagangur lýsir sér, hvernig er hægt að losna við drauga og þeirra fyrstu reynslu að sjá eitthvað að handan. Þau fara einnig yfir staði á Íslandi þar sem reimleikar eru og eftirminnilegustu upplifanir þeirra, eins og þegar þau náðu röddum á upptöku í Hvítárnesskála eða þegar Stefán vaknaði við að sjá huggulegan prest standa yfir sér, sem dó fyrir mörgum árum.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan, það er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Það er allur gangur á því hvar draugagang er að finna segja hjónin.

„Það getur verið svo margt og mikið,“ segir Katrín.

„Það getur verið hvað sem er en yfirleitt eru það staðir þar sem mikil umferð á sér stað. Til dæmis eins og hótel, þar sem margir koma, eru að skilja eftir sínar orkur og jafnvel vandamál, síðan kemur bara næsti og næsti, kemur gleði og alls konar tilfinningar,“ segir Stefán og bætir við:

„En svo er líka draugagangur stundum tengdur slysum eða dauðsföllum sem eiga sér stað skyndilega, þar sem viðkomandi áttar sig ekki endilega á því hvað var að gerast. Dauðdaginn kannski svolítið hraður, en það á vissulega ekki við um alla.“

Þau nefna nokkra þekkta staði hér á landi þar sem þau segja mikla reimleika vera.

„Sko ég myndi segja að Höfði sé í uppáhaldi. Reimdasti staðurinn held ég bara hreinlega, að mínu mati, er framhaldsskólinn á Laugum,“ segir Stefán.

„Svo myndi ég líka segja Hvítárnesskáli. Það var rosa mikill draugagangur þar, ég veit ekki hvort það sé reimdasti staðurinn.“

Draugagangur í Höfða

Í gegnum tíðina hafa verið ýmsar sögur á kreiki um draugagang í Höfða og telja margir eitthvað dularfullt vera þar á sveimi. Reimleikarnir hafa oft verið tengdir við einn af fyrrum íbúum hússins, Einar Benediktsson skáld.

Upp úr 1950 urðu sögur af draugagangi í húsinu sífellt fleiri og varð það meðal annars til þess að þáverandi sendiherra Breta sá sig tilneyddan til að flytja þaðan út.  Höfðadraugurnn svo kallaði varð síðan frægur á níunda áratugnum þegar leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs fór fram í húsinu.

Katrín og Stefán voru með þætti á Hringbraut fyrir tveimur árum og gerðu sérstakan þátt um drauginn á Höfða.

Fylgdu Draugasögur á Instagram og hlustaðu á hlaðvarpsþætti þeirra á Spotify. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift hjá þeim fyrir meira efni.

Katrín og Stefán eru einnig með þættina Sannar íslenskar draugasögur (smelltu hér fyrir áskrift eða hlustaðu á Spotify) og Mystík (smelltu hér fyrir áskrift eða hlustaðu á Spotify).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“

Segir þetta raunverulegu ástæðuna fyrir að Hollandi var vikið úr Eurovision -„Allir voru komnir með nóg af stælunum í Ísrael“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður getur ekki látið óttann stýra lífi sínu“

„Maður getur ekki látið óttann stýra lífi sínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“

„Samhliða því að reyna að finna gullmolana í drullusvaðinu sem ég var stödd í“
Hide picture