fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Mátti ekki sjást með súkkulaði í Bónuskörfunni án þess að fólk héldi að hún væri búin að missa það – „Það var ótrúlega mikil pressa“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Arna Vilhjálmsdóttir ætlaði sér ekki að verða þrítug. Hún bjóst við að lífið yrði búið fyrir þann tíma og var orðin sátt við þann möguleika. Í dag er hún 33 ára, hamingjusöm í eigin skinni og lítur björtum augum til framtíðar.

Sjálfsástarferðalag Örnu á sér langan aðdraganda. Frá því að hún var lítil vissi hún að hún væri öðruvísi, hún var stærri og þykkari en jafnaldrar hennar og var hún mjög meðvituð um að hún félli ekki inn í „samfélagslega samþykkta formið.“

Óhamingjan náði hámarki eftir að Arna varð tvítug og man hún lítið eftir árunum áður en hún skráði sig í raunveruleikaþáttinn Biggest Loser árið 2017. Hún var mjög þunglynd og við það að gefast upp, en hún sá þáttinn sem lausn, úrræði, eitthvað til að hjálpa henni. Arna endaði með að vinna þáttaröðina og viðurkennir að þó að hennar upplifun hafi að mestu verið jákvæð hafi vissulega margt athugunarvert verið við framsetningu þáttanna, sem hafa verið mjög umdeildir í seinni tíð.

Arna er nýjasti gestur Fókuss, spjallþáttar DV. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts og Google Podcasts.

„Ástæðan fyrir því að ég segi að þetta hafi verið gott fyrir mig er sú að ég ákvað að taka allt það góða sem ég lærði og nýta mér það áfram, í staðinn fyrir að fókusa á það slæma. Af því þarna, þegar manni líður svona illa, þú sér maður þetta bara sem lausn til að þannig séð grennast, vera samþykktur, líða betur. Maður sér kannski ekki alla vankantana þegar maður er í þessu. Eins og núna þegar maður er orðinn þroskaðri og veit meira, þá sér maður þetta allt. Og það er í lagi að benda á þessa hluti og það er það sem maður á að gera, en ég hugsaði að ég ætla samt að taka með mér það sem þessi reynsla kenndi mér,“ segir hún.

„Það sem þetta kenndi mér er þessi óbilandi trú að ég get gert allt sem ég vil. Ef að ég bara ákveð að gera eitthvað og fylgi því eftir, og geri það sem ég á að gera, þá get ég allt. Svo líka, ekki vera hrædd við neitt, ekki hætta við því eitthvað er ógnvekjandi. Gerðu það bara, þá geturðu frekar tekið upplýsta ákvörðun um að þetta sé eitthvað sem er ekki fyrir þig. Ég ákvað að taka þetta með mér inn í allt sem ég gerði.“

Myndi gera þetta öðruvísi

Arna segir að ef hún ætti að endurgera þáttinn myndi hún gera hann allt öðruvísi. „Ég myndi hanna þetta prógramm öðruvísi ef ég væri að gera þetta núna. Af því að það er ótrúlega erfitt að koma út úr þessu, það er rosalega erfitt,“ segir hún.

„Það var ótrúlega mikil pressa. Ef ég fór og keypti mér Hraun kassa og var að fara í saumaklúbb, þá bara: „Hún er búin að missa það, æj æj.““

Arna missti 60 kíló yfir sex mánaða tímabil. Þáverandi kærasti Örnu, sem var einnig keppandi í þáttunum, reyndi að búa hana undir það óhjákvæmilega.

„Hann sagði: Þú veist alveg að þú ert að fara að þyngjast aftur. Ég bara: „Nei, hvað meinarðu, ég kann þetta alveg, ég veit hvað ég á að gera.“ En þetta er svo tvennt ólíkt, að vera alveg einangraður og æfa fjórum sinnum á dag og [fara svo aftur út í raunveruleikann]. “

Arna var einnig hrædd um að bregðast öðrum sem höfðu fylgst með henni í keppninni og var óttaðist að hún hafi ekki verðskuldað sigurinn.

Arna ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Örnu Vilhjálms á Instagram. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Hide picture