fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Davíð gróflega misboðið að sjá Patrik með Guðna Th. og Lilju Alfreðs – „Þetta er svo sannarlega ógeðslegt þjóðfélag“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2024 09:29

Davíð er ekki hrifinn af tónlist Patriks. Myndir/X/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarrýnirinn Davíð Roach virðist hafa verið gróflega misboðið að sjá Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, vinna til verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum og síðan skemmta áhorfendum í sal í vikunni. Meðal gesta voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Davíð birti á X (áður Twitter) skjáskot af RÚV þar sem má sjá Patrik skemmta fólki. „Guðni Th og Lilja Alfreðs að væba með Prettyboitjokkó á Íslensku tónlistarverðlaununum (sem hann var nýbúinn að vinna). Þetta er svo sannarlega ógeðslegt þjóðfélag,“ sagði hann.

Patrik virtist ekkert kippa sér upp við gagnrýnina. Hann deildi færslu Davíðs og skrifaði með: „Koddu bara að væba með brósi,“ og bætti við eldhjarta.

Undanfarið hafa farið fram fjörugar umræður um Patrik og er Davíð einn þeirra sem hefur látið hæst í sér heyra.

Gagnrýnir blygðunarlausa og yfirgengilega efnishyggju popptónlistar

Fyrr í mars skrifaði Davíð færslu, sem vakti mikla athygli, um nýlegt lag Patriks. 

„Inntak þess er að þú verðir að eiga fullt af peningum, flottan bíl og dýr föt til að eiga séns í sætar stelpur. Þetta kemur frá manni sem fæddist inn í ríkidæmi og montar sig af því við hvert tilefni, sem er í eins mikilli forréttindastöðu og hægt er, neppasta nepo-beibíð af þeim öllum. Sem var verið að tilnefna sem „flytjanda“ ársins á íslensku tónlistarverðlaununum,“ sagði Davíð og bætti við:

„Mér er gróflega misboðið hvernig nánast allt samfélagið ekki bara kóar með þessu rusli, sem elur á forheimskandi og mannskemmandi efnishyggju, heldur hampar því.“

Egill Helgason, sjónvarpsmaður, tók undir með Davíð en hann hefur verið einnig verið meðal helstu gagnrýnenda súkkulaðidrengsins.

Patrik með verðlaunin um helgina ásamt Friðþóru, kærustu sinni. Skjáskot/Instagram

Sannaði sig og vann til verðlauna

Gagnrýni Davíðs fyrr í mars snerist einnig að því að Patrik hafi verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna, en um helgina hreppti Patrik sín fyrstu verðlaun. Lagið Skína var valið lag ársins í flokknum Popp, rokk, hipphopp og raftónlist.

Hér að neðan má sjá lögin sem voru tilnefnd í umræddum flokki:

Hvítt vín – Spacestation

Manneskja – ex.girls

Oral – Björk og ROSALÍA

Parísarhjól – GDRN

Skína – PATRi!K, Luigi

BlazRoca vs. Prettyboitjokko

Davíð og Egill eru ekki þeir einu sem hafa sett út á Patrik og hæfileika hans, eða hæfileikaleysi eins og þeir vilja meina.

Rapparinn Erpur Eyvindarson sagði Patrik ekki vera að gera neitt sem hann „nennir að specca“ og væri í raun ekki með hælana þar sem Erpur er með tærnar sem tónlistarmaður.

Sjá einnig: Patrik skýtur fast til baka á Erp – „Ég er ekki mikið að taka mark á einhverri fimmtugri fyllibyttu í Adidas-galla“

Eins og með gagnrýni Davíðs þá hristi Patrik þetta af sér og skaut fast til baka.

„Ég er ekki mikið að taka mark á einhverri fimmtugri fyllibyttu í Adidas-galla. Ég setti tappann í flöskuna 28 ára. Það er ekki nóg að gera það í mánuð á ári,“ sagði hann.

Sjá einnig: Sexy, seiðandi og sóðalegur Erpur um högg Patriks – „Eitthvað suð úr einhverjum snáða í snjónum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram