fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fókus

Patrik skýtur fast til baka á Erp – „Ég er ekki mikið að taka mark á einhverri fimmtugri fyllibyttu í Adidas-galla“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. febrúar 2024 10:02

Erpur og Patrik. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist ekki kippa sér mikið upp við orð rapparans Erps Eyvindarsonar, eða Blaz Roca eins og hann er kallaður.

Patrik var gestur í útvarpsþættinum Veislan á FM957 í gær og var spurður út í ummæli sem Erpur lét falla um hann um nýliða ársins á TikTok hjá Ísl_Texti. Þeir spiluðu hljóðbútinn í þættinum og má heyra Erp segja:

„Ladyboyhomo þetta er topp dúddi. En hann er náttúrulega ekki að gera eitthvað sem ég myndi á neinum tímapunkti segja sé það sama og ég er að gera. Ef þú ferð bara og ert að éta laukinn á einhverjum fokking apaketti sem er í einhverjum vaktaskiptum á einhverri útvarpsstöð eða what the fuck. Þá er það ekki eitthvað sem ég nenni að specca.“

Hann bætti við að það væru engir nýliðar í senunni sem honum þætti mikið til koma, eða væru ekki í sama flokki og hann, og kallaði sig „faðirinn.“

Segir fólk í senunni ósátt

Patrik segir að þó hann hafi fengið verstu útreiðina þá viti hann til þess að aðrir í tónlistarsenunni séu ósáttir við orð Erps.

„Sko ég veit for a fact að þótt hann hafi tekið mig þarna virkilega í gegn þá eru aðrir sem hafa verið í leiknum lengi, ekki heldur sáttir með þetta. Þó hann hafi verið að skjóta á mig þá var hann að upphefja sjálfan sig […] Ég er alveg búinn að heyra það að aðrir í senunni séu ekkert allt of sáttir,“ segir Patrik.

„Ég ætla ekki að gefa nein nöfn en ég er búinn að hitta umboðsmenn og aðra og heyrt að menn séu tilbúnir að skjóta til baka í sínum lögum […] Þetta er bara það sem ég heyri. En ég er ekki mikið að taka mark á einhverri fimmtugri fyllibyttu í Adidas-galla. Ég setti tappann í flöskuna 28 ára. Það er ekki nóg að gera það í mánuð á ári.“

Patrik segir að hann hitti reglulega Erp á tónleikum. „Ég hitti hann oft á giggum og þá er hann rappandi í eyrað á mér. Heyrðu, ég nenni þessu ekki,“ segir Patrik. Þeir ræða þetta nánar í þættinum sem má hlusta á hér. Umræðan með Patrik um Erp byrjar á mínútu 1:37:00.

„Ég greinilega fer í taugarnar á honum og er living rent-free í hausnum á honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt