fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Kynþokkafyllstu karlmenn Íslands 2024

Fókus
Föstudaginn 26. janúar 2024 08:56

Feðgar eru saman á listanum í ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er bóndadagurinn og því fullkomið tilefni til að líta yfir okkar kynþokkafyllstu menn. Kynþokki snýst ekki aðeins um útlit, heldur allsherjar þokka. Það má svo ekki gleyma að hegðun og gjörðir segja meira en kviðvöðvar og sjarmerandi bros.

DV fékk nokkra vel valda álitsgjafa til að setja saman þennan glæsilega lista.

Kynþokkafyllstu karlmenn Íslands árið 2024 eru, í engri sérstakri röð:

Kristófer Acox.

Kristófer Acox, körfuboltastjarna

„Líklega myndarlegasti Íslendingurinn. Hann er víst líka toppnæs. Kurteis og köttaður.“

Guðmundur Óskar. Mynd/Facebook

Guðmundur Óskar Guðmundsson, tónlistarmaður

„Ber með sér að vera góð manneskja auka þess sem hann er frábær tónlistarmaður, andlega þenkjandi og frumlegur í fatavali. Týpa sem leynir á sér. Sjarmör með gott bros.“

Guðmundur Marteinsson.

Guðmundur Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bónus

„Eldklár, óhræddur við að taka afstöðu og að elska bleikan grís. Maðurinn sem hefur barist fyrir lægra verði  við alla heildsala landsins og rífur í lóðin þess á milli. Þrjóskur með þvottabretti.“

Rúrik Gíslason.

Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður

„Þeir gerast ekki mikið fegurri en Rúrik, hann er fædd Hollywood- stjarna og kann að heilla bæði konur og kalla. Hárfagur og kann að syngja, spila á gítar og ekki gera fótboltalærin eða dans hæfileikarnir hann síðri.“

Bjarni Benediktsson. Mynd: Anton Brink

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra

„Ef hann hefði ekki kosið feril í stjórnmálum hefði hann hentað vel í Hollywood sem Ken eða Superman. Í staðinn sómar hann sig vel i jakkafötum á þingi og fer með yfirburði í þokka þingmannanna. Hann mundi sóma sér vel í Dressman auglýsingu.“

Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Jóhannes Haukur, leikari

„Þessi bláu augu, karlmannslega yfirbragð og stingandi augnaráð geta eflaust brætt hvaða konu sem er og líklegast getur hann skellt sér í hin ýmsu gervi í svefnherberginu líka eins og á sjónvarpsskjánum.“

Myndin af Bent sem álitsgjafi okkar sagði hafa sett hann beint á listann.

Ágúst Bent, tónlistarmaður

„Sjóðheitur,  helmassaður og til í tuskið eftir að hafa verið á snúrunni í ár. Bassaröddinn er svo rúsínan í pylsuendanum hjá þessum tónelska villing, hann gæti mögulega hvíslað margar dömur úr fötunum.“

Þórður Daníel.

Þórður Daníel, Ískóngur, rekur Icestore í Búlgaríu

„Hávaxinn, myndalegur, kynþokkafullur og vel dressaður herramaður með milljón dollara bros sem bræðir hin köldustu hjörtu.“

Benedikt Bjarnason er í sambandi með áhrifavaldinum Sunnevu Einarsdóttur.

Benedikt Bjarnason, sonur Bjarna Ben

„Þar sem Bjarni Benediktsson „political daddy“ var á mínum síðasta lista verð ég að nefna núna Benedikt Bjarnason sem á það sameiginlegt að vera myndarlegur og hávaxinn eins og pabbi sinn. Alls ekki slæm gen þarna.“

Sigvaldi Björn Guðjónsson. Mynd/HSÍ

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðshandboltastjarna

„Ef það er einhver sem gæti látið mig horfa á handboltaleik þá væri það hann enda fjallmyndarlegur, hávaxinn og með mikinn sjarma.“

Ragnar Jónsson. Mynd/Valli

Ragnar Jónsson, blóðferlasérfræðingur

„Hann hefur greinilega mikinn metnað fyrir starfi sínu sem er alltaf turn on. Að starfa sem lögreglumaður gefur stóran plús í kladdann.“

Hlynur Jakobsson.

Hlynur Jakobsson, plötusnúður og veitingamaður á Horninu.

„Hann er blindur á öðru auganu en sér allt með hjartanu. Menn sem elda góðan mat og elska konurnar sínar og börn og setja fjölskylduna í fyrsta annað og þriðja sætið eru löðrandi að mína mati í kynþokka sama hver lífstalan þeirra og bankabókin sýnir.“

Aron Can. Mynd/Instagram

Aron Can, tónlistarmaður

„Aron Can er fagur maður. Einlægur faðir með einstaklega fallegt hjartalag. Sonur móður sinnar og þeirra samband er svo fallegt. Þegar menn elska mömmu sína, eins og sést langar leiðir þegar hann er með móður sinni, þá tekur mömmu hjarta mitt aukaslag. Kynþokki Arons er með stóru K-ái.“

Ólafur Darri

Ólafur Darri, leikari

„Ólafur Darri er fallegur þegar kemur að nærveru, útgeislun og sjarma. Þegar rödd hans ég heyri gleymi ég stund og stað. Ég tengi við hann bara með því að hugsa um hann. Án hans væri Sjónvarp símans Vodafone.“

Álitsgjafar DV: Tobba Marinós, athafna- og fjölmiðlakona, Ellý Ármanns, spákona, Viktor Andersen, hjúkrunarfræðingur, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ísdrottning og glamúrfyrirsæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“