fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Skipt um leikkonu í einu aðalhlutverka Friends eftir aðeins einn þátt

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Friends urðu feykivinsælir þegar þeir voru frumsýndir árið 1994, en þáttaraðirnar urðu alls tíu. Aðalleikararnir sex sem léku vinina voru þeir sömu allar þáttaraðirnar. Fjölmargir aukaleikarar komu einnig við sögu, bæði í hlutverki persónu sem kom af og til við sögu allar þáttaraðirnar, og svo allir gestaleikararnir sem áttu mislanga viðveru.

Í eitt skipti þurfti að velja nýjan leikara í hlutverk sem var eitt af stærri hlutverkum þáttanna eftir aðeins einn þátt, Carol, fyrrverandi eiginkona vinarins Ross. Leikkonan Anita Barone hafði verið valin til að leika Carol og þegar Carol var fyrst kynnt til sögunnar í öðrum þætti, The One with the Sonogram at the End, þá er Barone í hlutverki hennar. Í næsta þætti er hins vegar leikkonan Jane Sibbett komin í hlutverk Carol.

Ástæðan er sú að Barone ákvað að segja upp starfinu strax og fara að leita að einhverju sem væri fullt starf. Ætla má að Barone hafi séð eftir þessari ákvörðun sinni, enda Friends með vinsælustu og þekktustu sjónvarpsþáttum allra tíma, þrátt fyrir að hún hafi leikið í fjölmörgum myndum og sjónvarpsþáttum eftir að hún ákvað að ganga út af settinu í Friends. 

Carol leikin af Sibbett varðp síðan ein af þeim persónum sem aðdáendur þáttanna hreinlega elska. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“