fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Skora á Kaleo að hætta við tónleikana í Ísrael – „Við hvetjum ykkur til þess að taka afstöðu gegn stríðsglæpum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 2. júní 2023 10:59

Drífa Snædal, Gunnar Hrafn Jónsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Sema Erla eru meðal þeirra sem hafa skrifað undir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur stuðningsfólks frjálsrar Palestínu og aðgerðasinna BDS á Íslandi skorar á hljómsveitina Kaleo að spila ekki í Ísrael.

Hljómsveitin verður með tónleika í borginni Ra’anana þann 22. júní næstkomandi og hafa hátt í 140 manns skrifað undir áskorun til meðlima Kaleo um að hætta við. Meðal þeirra eru Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ og núverandi talskona Stígamóta, Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata og fjölmiðlamaður, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris.

„Í ár eru 75 ár síðan hundruðir þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimalandi sínu, heimili þeirra jöfnuð við jörðu og landi þeirra stolið í þeim tilgangi að stofna Ísraelsríki. Síðan þá hafa ísraelsk stjórnvöld hernumið stærstan hluta Palestínuríkis, hrakið milljónir á flótta, skipulega myrt fólk og börn. Í 75 ár hafa mannréttindi palestínsku þjóðarinnar verið brotin, hún þvinguð til að búa við hernám og aðskilnaðarstefnu á sama tíma og þjóðernishreinsun stendur yfir. Árið 2005 tók palestínska þjóðin þá ákvörðun að berjast fyrir tilvistarrétti sínum, mannréttindum og landi með því að kalla eftir alþjóðlegri samstöðu um sniðgöngu, efnahagsþvinganir og afturköllun fjárfestinga í Ísrael,“ segir hópurinn í pistli á Vísi.

„Í gegnum listir, menningu og íþróttir reyna ísraelsk stjórnvöld gagngert að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi á meðan brotið er á mannréttindum palestínsku þjóðarinnar á bak við tjöldin,“ segja þau og nefna þátttöku landsins í Eurovision sem dæmi.

Lana Del Ray, Stevie Wonder og Sam Smith hafa hætt við tónleika

„Vegna yfirgripsmikils hvítþvottar ísraelskra stjórnvalda á glæpum sínum hefur um árabil verið kallað eftir sniðgöngu á sviði lista og menningar, eins og á öðrum sviðum. Á meðal þess sem kallað hefur verið eftir er að listafólk komi ekki fram í Ísrael á meðan ísraelsk stjórnvöld láta ekki af aðskilnaðarstefnu og stríðsglæpum og virða ekki mannréttindi palestínsku þjóðarinnar.

Sífellt stækkandi hópur listafólks neitar að koma fram eða sýna list sína í Ísrael. Á meðal þeirra sem hafa afþakkað boð um að koma fram eða hætt við að koma fram eru Lana Del Ray, Lorde, Roger Waters, Elvis Costello, Natalie Imbruglia, Stevie Wonder, Lauryn Hill og nú síðast Sam Smith, sem ætlaði að koma fram í Ísrael núna í lok maí en hætti við stuttu fyrir tónleikana,“ kemur fram í pistlinum.

Árið 2021 skrifuðu rúmlega 600 einstaklingar í tónlistarbransanum undir áskorun til annars tónlistarfólks um að koma ekki fram í Ísrael.

„Að kalla eftir sniðgöngu gegn Ísrael er sú aðferð sem palestínska þjóðin hefur óskað eftir að alþjóðasamfélagið styðji. Um er að ræða friðsamlega aðferð sem nýtur stuðnings víða um heim, líka á sviði lista og menningar. Um er að ræða áhrifaríka leið til þess að styðja palestínsku þjóðina í baráttu sinni sem hefur staðið yfir í 75 ár.“

Síðan beinir hópurinn orðum sínum til meðlima Kaleo.

„Við hvetjum ykkur til þess að hætta við tónleikana ykkar í Ísrael í júní.

Við hvetjum ykkur til þess að sýna palestínsku þjóðinni stuðning í baráttu sinni fyrir tilvistarrétti sínum.

Við hvetjum ykkur til þess að taka afstöðu gegn stríðsglæpum og þjóðernishreinsun og taka ekki þátt í hvítþvotti ísraelskra stjórnvalda.

Við hvetjum ykkur til þess að grafa ekki undan mannréttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar og styðja frjálsa Palestínu!“

Lestu pistilinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“