fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

„Aldrei fengið verðlaun fyrir að vera best klædda konan“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. maí 2023 15:45

Birgitta Haukdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég væri ekki hér að tala við þig um allt sem ég hef gert ef ég hefði ekki tekið þátt í keppni og tapað og mætt aftur og tapað og mætt aftur og unnið,“ segir Birgitta Haukdal tónlistarkona og rithöfundur í nýjasta hlaðvarpsþætti Einars Bárðarsonar, Einmitt.  Í þættinum ræðir Birgitta einlægt og opinskátt um tónlistarbransann og Eurovision. 

Sex ára Birgitta vildi keppa í Eurovision

Birgitta er þekkt fyrir einstaklega jákvætt hugarfar og mikla útgeislun og hæfileika. Hún hefur alls fjórum sinnum tekið þátt í undankeppni Eurovision hér á landi og unnið einu sinni með flutningi á laginu Open Your Heart fyrir nærri 20 árum, eða þann 24. maí 2003. Þegar Birgitta var sex ára að horfa á hina belgísku Söndru Kim í sjónvarpinu vinna keppnina árið 1986 sagði hún við foreldra sína: „Þetta gæti ég hugsað mér að gera einhvern tímann.“

Margir þora ekki að taka þátt í keppninni

 „Lífið tekur mann stundum eitthvert og mér hefur aldrei þótt ég vera tapsár eða verið leið yfir að hafa ekki unnið. Ég hef þrisvar tekið þátt í undankeppni Eurovision eftir að ég fór út fyrir Íslands hönd. Margir þora ekki að taka þátt í keppninni því þeir halda að það sé vont fyrir bransann að tapa, en það er bara ekki þannig. Ég fer alltaf stolt og ánægð heim. Þetta snýst um að gera flotta tónlist, vera stolt af því og öðlast reynslu.“  

Tekur verkefnin á sínum forsendum

Tónlistin hefur alltaf verið hluti af Birgittu en eftir að hún varð upptekin fjölskyldumanneskja með fleiri bolta á lofti leyfir hún sér oftar að segja nei við beiðnum um verkefni. „Ég geri það á mínum forsendum þegar mig langar. Ég vanda mig alltaf og vil virkilega hafa hjartað í því þegar ég kem fram. Ég er svo lánsöm að geta spilað þetta svona í dag.“  

Aldrei fengið verðlaun fyrir að vera best klædda konan 

Þau Einar ræða um kjaftasögur og álit annarra og Birgitta segir að það hafi aldrei skipt hana miklu máli hvað öðrum hafi fundist þótt eitthvað hafi einhvern tímann sært. Hún velur til að mynda að vera í buxum á sviði þótt einhverjir hafi viljað sjá hana í kjól. „Ef við erum öll að elta tískustrauma þá er okkur í raun ekki sama. Ég hef aldrei fengið verðlaun fyrir að vera best klædda konan,“ segir Birgitta og skellir upp úr.     

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins