fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Fókus

Hlýleikinn, gleðin og rómantíkin sveif yfir á Tölt boði As We Grow

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 23:06

Systurnar Gréta og Agnes Hlöðversdætur eigendur As We Grow tóku á móti gestum á Tölt barnum á The Reykjavik EDITION þar sem hlýleikinn og rómantíkin sveif yfir í anda sjötta áratugarins. Elisabeth Lay, Eliza Reid forsetafrú samfögnuð með þeim systrum Agnesi og Grétu Hlöðversdætrum. MYNDIR/ELIZABET BLÖNDAL.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

As We Grow kynnti nýja fullorðinslínu á dögunum á Tölt barnum á The Reykjavik EDITION við mikinn fögnuð viðstaddra. Stemningin var svo sannarlega í anda As We Grow í fallegu og hlýlegu umhverfi Tölts. Systurnar Gréta og Agnes Hlöðversdætur tóku á móti gestum þar sem hlýleikinn og rómantíkin sveif yfir í anda sjötta áratugarins. Gleðin fangaði gesti sem fengu að njóta sín á Tölt barnum innan um fallegar, fínlegar, kvenlegar og silkimjúkar flíkur. Kokteill kvöldsins átti líka vel við þemað og sló í gegn.

As we grow er fatalína sem sækir nafn sitt og innblástur í arfleifð liðins tíma, ættartré, vini og sveitarómantík. Virðing er borin fyrir umhverfi, venslum og efnahag, í anda “slow fashion“ stefnunnar. Nafn vörumerkis skírskotar til síbreytileika lífshlaupsins. Reynslu, þroska, leiks og framfara sem smám saman bætist við í reynslubanka einstaklingsins.

Ný vörulína fyrir fullorðna hefur nú litið dagsins ljós. Innblástur sóttur til mæðra og kvenna á sjötta áratugnum. Flíkur í senn fínlegar, kvenlegar, silkimjúkar og þægilegar. Fullkomnar hvort heldur sem er í fagnaði með vinum, ferð á listasafn eða vinnu. Treflar og sjöl hönnuð með það fyrir augum að auðvelt sé að para saman við mismunandi flíkur, til að umbreyta ásýnd, eða auka hlýju.

Hér má sjá brot af stemningunni sem ríkti á Tölt í tilefni nýju fullorðins línunnar frá As We Grow:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kósí stemning við Kvíslartungu

Kósí stemning við Kvíslartungu