fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Rut Kára selur hönnunarhöllina í Breiðholti – Sjáðu myndirnar

Fókus
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn fremsti innanhússarkitekt landsins, Rut Káradóttir, hefur sett glæsilegt  einbýlishús sitt í Fremristekk á sölu.

Frá húsinu er einstakt útsýni yfir Elliðaárdal, borgina, Esjuna og allt út á Snæfellsnes. Húsið var byggt árið 1971 en hefur nú verið endurhannað og endurbætt . Húsið er teiknað af Kjartani Sveinssyni og Rut hannaði svo sjálf allt innandyra. Logi Einarsson teiknaði viðbyggingu og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hannaði lóðina.

Lýsingin innandyra og utan var svo unnin af Lumex og Smíðaþjónustan sá um smíði á innréttingum og Borg Sauðárkróki um innihurðir.

Húsið er skráð 242 fermetrar en þar af er 26,9 fermetra bílskúr.

Húsið er hið glæsilegasta að innan. Gengið er inn á millihæð og þar má finna anddyri með sérsmíðuðum fataskápum, gestasnyrtingu og lítið vinnuherbergi.

Síðan er gengið upp á efri hæð, upp steyptar tröppur með handriði sem er glætt með svokölluðu „gun-metal“ járni. Þar tekur við manni opið rými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Þar má finna arinn sem er glæddur með gun-melta járni og svo er hægt að ganga út á svalir.

Á neðri hæð eru tvö rúmgóð svefnherbergi, lítið fataherbergi, baðherbergi með sturtu og svo 21,8 rými sem er kallað spa-rými en þar má finna vatnsgufu og heitan pott. Allt spa-rýmið er lagt með indónesísku basalti og þar má finna gas arinn sem er klæddur með grófhöggnu basalti. Sannkallað lúxusrými.

Fasteignamat eignarinnar er skráð 98,65 milljónir en óskað er eftir tilboðum í eignina.

Nánar má lesa um eiginina á fasteignavef DV. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Litlu munaði að Tim Allen hefði farið í lífstíðarfangelsi áður en hann varð frægur

Litlu munaði að Tim Allen hefði farið í lífstíðarfangelsi áður en hann varð frægur
Fókus
Í gær

Kæra gegn höfundi Rick & Morty felld niður – Segir að bitur fyrrverandi kærasta hafi reynt að slaufa honum

Kæra gegn höfundi Rick & Morty felld niður – Segir að bitur fyrrverandi kærasta hafi reynt að slaufa honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Cruise hefur ekki séð dóttur sína í 10 ár – Katie Holmes ákveðin í að það færi ekki fyrir henni eins og Nicole Kidman

Tom Cruise hefur ekki séð dóttur sína í 10 ár – Katie Holmes ákveðin í að það færi ekki fyrir henni eins og Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendum brugðið þegar sást í getnaðarlim Rory Culkin – „Ég mun aldrei líta á jarðaber á sama hátt aftur“

Áhorfendum brugðið þegar sást í getnaðarlim Rory Culkin – „Ég mun aldrei líta á jarðaber á sama hátt aftur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicholas hvarf frá Texas þegar hann var þrettán ára – Þremur árum síðar fannst hann á Spáni en var þetta í raun sami drengurinn?

Nicholas hvarf frá Texas þegar hann var þrettán ára – Þremur árum síðar fannst hann á Spáni en var þetta í raun sami drengurinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastinn vill sofa hjá systur hennar

Kærastinn vill sofa hjá systur hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvetur fólk til að hlaupa í burtu þegar barnlaus kornungur einkaþjálfari segir þetta

Hvetur fólk til að hlaupa í burtu þegar barnlaus kornungur einkaþjálfari segir þetta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eitt eftirsóknarverðasta verslunarhúsnæði miðbæjarins

Eitt eftirsóknarverðasta verslunarhúsnæði miðbæjarins