fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Fókus

Segist geta lagað á sér nefið með límbandi

Fókus
Föstudaginn 1. desember 2023 19:30

Þrívíddarmynd af innviðum nefsins. Wikimedia. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldur í New York borg hefur hlotið talsverða gagnrýni fyrir að halda því fram að það sé hægt að breyta lögun nefsins á sér með því að setja límband á það fyrir svefninn og þrýsta því þannig niður.

Um er að ræða unga konu sem heitir Isabelle Lux en hún hefur birt myndband á Tiktok þar sem hún sýnir hvernig notar límbandið til að gera smá „nefaðgerð“ á sjálfri sér.

Hún segir þessa aðferð gagnast við að snúa öldrunarferlinu við og að gera útlitið unglegra.

Fleiri dæmi eru sögð vera um áhrifavalda sem birt hafa myndbönd af sér þar sem þeir segja að hægt sé að gera sjálfan sig unglegri með aðstoð límbanda.

Isabelle Lux segist nota límband af tegundinni Keneiso en það er talsvert notað af íþróttamönnum til að meðhöndla meiðsli. Hún ráðleggur fylgjendum sínum að nota mýkri gerð af Keneiso þar sem hún rispi síður húðina.

Í myndbandinu setur hún límbandið bæði þvert yfir mitt nefið og rétt undir nefbroddinn.

Hún segist halda því niðri í stutta stund eftir að hún hefur komið því fyrir til að tryggja að það haldi kyrru fyrir.

Hún bætir því við að gott geti verið að setja límbandið yfir munninn fyrir svefninn. Það hjálpi við öndun þar sem límbandið á nefinu verði til þess að nasirnar stækki. Best sé segir hún að setja límbandið á sig klukkutíma eftir að hafa sett húðvörur á andlitið.

Lux gerir hins vegar ekki grein fyrir hvernig nákvæmlega límbandið verður til að snúa við öldrun.

Margir sem hafa horft á myndbandið hafa látið í ljós efasemdir um þessi aðferð hafi nokkur áhrif á nefið. Einn áhorfandi segir ómögulegt að breyta lögun nefsins án þess að fara í sérstaka skurðaðgerð eða hreinlega nefbrotna.

Húðlæknar segja þá aðferð að setja límband á nefið eða aðra hluta andlitsins hafi lítil sem engin áhrif á öldrun húðarinnar og hægi ekki á því ferli til lengri tíma. Einn húðlæknir segir að þessi aðferð geti dregið úr hrukkumyndun til skamms tíma en áhrifin séu aðeins tímabundin. Það að hafa límband á sér í svefni virki ekki til lengdar á meðan fólk hafi það ekki á þegar það er vakandi. Minnir læknirinn á að meðan fólk er vakandi notar það andlitsvöðvana en hreyfing þeirra stuðlar að því að hrukkur og línur myndast í andlitinu.

Það var New York Post sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu

Tímarit Máls og menningar og ný skáldsaga frá Forlaginu
Fókus
Í gær

Safna fyrir heimför Hermanns Inga sem fékk heilablóðfall á Spáni

Safna fyrir heimför Hermanns Inga sem fékk heilablóðfall á Spáni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli

Ný auglýsing Mottumars: Þjóðþekktir karlmenn í Kallaútkalli
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“