fbpx
Sunnudagur 10.desember 2023
Fókus

Margrét Gnarr um einhverfugreininguna – „Ég skildi aldrei af hverju ég gerði þetta, en það er svo margt sem ég skil nú varðandi sjálfa mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 20:00

Margrét Edda Gnarr er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan og einkaþjálfarinn Margrét Edda Gnarr er gestur vikunnar í Fókus.

video
play-sharp-fill

Margrét Edda Gnarr var um árabil einn fremsti atvinnumaður okkar Íslendinga í bikinífitness og sankaði að sér titlum, bæði hérlendis og erlendis. Hún lagði skóna á hilluna árið 2018 til að sigrast á átröskun, sem hún hafði glímt við í einhvers konar formi frá fimmtán ára aldri. Á svipuðum tíma leitaði hún sér einnig aðstoðar vegna áfengisvanda og hefur nú verið edrú í fimm og hálft ár.

Fyrir nokkrum árum dró Margrét sig úr sviðsljósinu og birti ekkert efni á Instagram í næstum tvö ár. Hún sneri til baka fyrir stuttu með gleðifregnir, hún giftist ástinni sinni og barnsföður, Ingimar Elíassyni, í lok október. Þau eiga saman tvo drengi, sá eldri er þriggja ára og yngri sextán mánaða. Hún er með svarta beltið í taekwondo og varð nýlega Íslandsmeistari í Poomsae, sem er sérgrein innan bardagalistarinnar, og stefnir að keppa á Norðurlandarmótinu í janúar.

Fyrir um tveimur árum var Margrét greind með einhverfu og nokkrum árum fyrir það var hún greind með ADHD. Hún segir að það hafi hjálpað að fá greiningarnar, hún á auðveldara með að skilja sjálfa sig og sýna sér mildi í erfiðum aðstæðum, eitthvað sem hún gerði ekki áður.

Skilur sjálfa sig betur

„Ég er greind með ADHD og ég fékk líka einhverfugreiningu fyrir tveimur árum sirka. Það var alveg ástæða fyrir því að ég hagaði mér eins og ég gerði, rosalega hvatvís og svolítið stjórnlaus stundum,“ segir hún um hvernig hún hafi verið sem barn og unglingur.

ADHD-greiningin kom fyrst en einhverfugreiningin síðar. „Mér fannst einhverfugreiningin útskýra svo miklu meira,“ segir hún.

„Mér hefur alltaf þótt mjög erfitt að vera í margmenni. Mikið af mismunandi hljóðum, ég er oft algjörlega búin á því. Og ég finn það sjálf þegar ég er búin á því. Áður var ég vön að vera áfram í aðstæðum þegar ég var komin á þann stað, því aðrir voru í sömu aðstæðum og það var auðvelt fyrir þá. En núna get ég sýnt mér sjálfri mildi og farið úr aðstæðum, því ég er með „afsökun“ og skilning, ég skil sjálfa mig miklu betur.“

Kenningin um skeiðarnar

Margrét var hjá Sigrúnu Jónsdóttur, einhverfu markþjálfa. „Hún sagði mér frá einhverju sem heitir „teaspoon theory.“ Þá vaknarðu á morgnanna og ert með visst margar teskeiðar sem eru orkan þín. Sumir missa eina teskeið bara við það að fara í sturtu, svo þarftu að fylgjast vel með þegar þú ert að klára teskeiðarnar þínar. Og ef þú ert búin með þær þá geturðu endað í annað hvort „melt down“ eða „shut down“. Ég fór oft í svona shut down, þar sem ég þurfti að fara afsíðis. Þegar það gerðist fannst mér gott að fara inn á baðherbergi, kveikja á krananum og bara sitja,“ segir hún.

„Ég skildi aldrei af hverju ég gerði þetta, en það er svo margt sem ég skil nú varðandi sjálfa mig eftir greininguna.“

Margrét ræðir nánar um þetta í þættinum sem má horfa á hér að ofan. Hún opnar sig einnig um eineltið sem litaði æsku hennar, baráttuna við átröskunina og áfengisvandann, bikinífitness og taekwondo-ferilinn sem er enn í fullum blóma.

Fylgstu með Margréti á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu
Hide picture