fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Marie Kondo hefur gefist upp á að halda hreinu heimili

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin japanska Marie Kondo hefur um árabil kennt fólki að halda hreinu heimili. En nú hefur hún gefist upp og er ástæðan frekar krúttleg.

Marie Kondo hefur gefið út fjórar bækur sem hafa selst í milljónum eintaka um heim allan og hún var með vinsæla þætti á Netflix, Tidying Up With Marie Kondo, þar sem hún kenndi fólki að grisja líf sitt, heimili og vinnustaði af hlutum sem færðu þeim enga hamingju og skipuleggja sig.

Samkvæmt Washington Post hefur þrifglaða skipulagsséníið lært að taka drasli fagnandi. Hún er núna þriggja barna móðir og það yngsta er tæplega tveggja ára.

„Það er drasl heima hjá mér, en hvernig ég eyði tíma mínum núna er það rétta fyrir mig þessa stundina,“ segir hún.

„Ég var atvinnumanneskja í tiltekt, þar til nú. Ég reyndi að halda heimilinu mínu alltaf hreinu en ég hef eiginlega gefist upp á því, sem er jákvætt. Ég áttaði mig á að það er mikilvægara að eyða tíma með börnunum mínum.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Marie Kondo (@mariekondo)

Marie Kondo hefur áður opnað sig um erfiðleikana við að halda hreinu heimili með börn. „Þegar ég varð fyrst móðir þá varð ég pirruð að ég gat ekki tekið til heima hjá mér alveg eins og ég vildi. Síðan eignaðist ég annað barn og þá hafði ég ekki einu sinni orkuna til að sinna þeim heimilisverkefnum sem ég var vön að gera. Mæðrahlutverkið hefur kennt mér að vera þolinmóðari við mig sjálfa. Gleðin við að vera foreldri er miklu betri en hreint heimili,“ sagði hún í bloggfærslu árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum