fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Fókus

Áslaug Arna fékk ósmekklega spurningu um einkalíf sitt frá fréttamanni – „Ég var svo hissa að ég kom varla upp orði“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. janúar 2023 16:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist, sem ung kona í stjórnmálum, fá spurningar frá fjölmiðlafólki sem karlar í sömu stöðu fengju aldrei. Þetta kemur fram í helgarviðtali Morgunblaðsins við Áslaugu Örnu þar sem ráðherrann fer yfir víðan völl.

„Ég var til dæm­is í viðtali um dag­inn og þegar viðtal­inu lauk spurði fréttamaður­inn hvort ég ætlaði ekki að fara að verða ólétt. Ég var svo hissa að ég kom varla upp orði og þá bætti hann því við að tím­inn ynni ekki með mér. Ég geri mér auðvitað grein fyr­ir því að lík­ams­klukk­an tif­ar en ég biðst und­an því að fá ábend­ing­ar um það frá öðrum en mín­um nán­ustu,“ segir Áslaug Arna í viðtalinu.

Karlar ekki spurðir út í viðkvæm einkamál

Hún segist hafa fengið ábendingar frá vinkonum sínum, bæði í gamni og alvöru, að möguleiki væri á að nota nýjustu tækni og vísindi til að láta frysta nokkur egg og eiga til góðar þegar rétta tækifærið gefst.

„Auðvitað hef ég hugsað út í að gera það en það hvort og þá hversu mikið ég op­in­bera slíkt ferli verð ég að fá að gera á mín­um for­send­um. Það eru spurn­ing­ar um þessi viðkvæmu einka­mál sem karl­ar fá síður en kon­ur. Þeir fá meira svig­rúm til að eiga sitt einka­líf á sama tíma og þeir byggja upp sinn stjórn­mála­fer­il. Mér finnst mik­il­vægt að ég og aðrar kon­ur fáum að eiga okk­ar einka­líf sam­hliða stjórn­mála­ferl­in­um því verstu skila­boðin eru þau að kon­ur verði að velja á milli einka­lífs og stjórn­mála,“ seg­ir ráðherrann.

Hún segist hafa helgað stjórnmálum öll sín fullorðinsár og hafi hvorki eignast maka né börn. „En ég á bless­un­ar­lega frá­bær­an pabba og systkini og lít­inn bróður­son sem býr í sama stiga­gangi og ég. Sá litli er það besta sem gerðist í per­sónu­legu lífi mínu síðastliðið ár,“ segir Áslaug Arna einlæg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kósí stemning við Kvíslartungu

Kósí stemning við Kvíslartungu