fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hanna Stína selur gullmolann í Garðabæ – „Að selja vegna nýrra ævintýra“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Stína, sem er einn af þekktustu innanhússarkitektum landsins hefur sett íbúð sína á Holtsvegi 12 í Garðabæ á sölu. Hanna Stína hef­ur hannað fjöl­marga veit­ingastaði, heim­ili, fyr­ir­tæki, þar á meðan veitingastaðinn Duck and Rose, en hún fagnaði 44 ára afmæli sínu á staðnum 2020 þegar hann var nýopnaður.

 „Ég er að selja fallegu íbúðina mína vegna nýrra ævintýra. Ég er nýbúin að láta mála allt í Brave ground/Angora Blanket – nýjar sér saumaðar gardínur og 2 mánaða gömul heimilistæki. Þetta er frábært hverfi – stutt í allar búðir – hægt að labba í kjörbúð og veitingastað – frábærir nágrannar og mjög barnvænt og rólegt umhverfi. Endilega breiðið út boðskapinn,“ segir Hanna Stína í færslu á Facebook.

Um er að ræða 111,1 fermetra eign á annarri hæð í Urriðaholtinu.

Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, 2-3 svefnherbergi (eitt getur nýst sem skrifstofa eða sjónvarpsherbergi), alrými með samliggjandi eldhúsi, borðstofu og stofu. Sér geymsla í kjallara ásamt sameiginlegri hjól- og vagnageymslu. Allar innréttingar eru hannaðar af innanhússhönnuðunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur. 

Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“