fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Egill ráðleggur ungu fólki að fylgja ekki fordæmi sínu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 10:00

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmanninum þjóðkunna Agli Helgasyni er nokkuð niðri fyrir í nýlegri færslu á Facebook-síðu sinni.

Egill er ekki ánægður með stöðu og fyrirsjáanlega framtíð þeirrar starfsgreinar sem hann hefur helgað megnið af starfsævi sinni, fréttamennskunnar. Hann nefnir sérstaklega fréttamennsku í Bandaríkjunum til sögunnar og ritar raunar færsluna á ensku en hún fylgir hér á eftir í þýðingu fréttamanns DV:

„Í Bandaríkjunum er mín starfsgrein orðin fyrirlitleg. Hún er full af lygurum, mönnum sem eiga ekki heima þar og einstaklingum sem haga sér eins og Joseph McCarthy. Þetta er mikil breyting frá því þegar ég kynntist bandarískri fréttamennsku fyrst á níunda áratug síðustu aldar. Það var fólk sem bjó yfir miklum heilindum og forvitni um heimsmálin. 

Ég var ungur og í skólanum þar sem ég lærði fréttamennsku töluðum við mikið um staðla í greininni. Í dag myndi ég ekki ráðleggja neinni ungri manneskju að leggja fyrir sig fréttamennsku. Ég óttast að greinin sé orðin svo brengluð að henni sé ekki viðbjargandi, vegna óstöðvandi áróðurs, hálf-sannleika, beinlínis lyga og viðvarandi óhljóða internetsins.

Við erum að glata getu okkar til að greina á milli sannleika og falsana. Samsæriskenningum er troðið stanslaust upp á okkur og svo margir fréttamenn virðast hafa selt sál sína. Þetta er komið út fyrir það að vera sorglegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir