fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Garðar var nálægt því að lenda í fangelsi í Þýskalandi út af Tvíhöfða-skets

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. júní 2023 10:00

Garðar Eyfjörð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skets Tvíhöfða (Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson) kom Garðari Eyfjörð, þá 17 ára, næstum því í þýskt fangelsi fyrir hatursglæp. Garðar elskar Tvíhöfða og elskar sketsinn Juden Swein.

„Við elskum þetta, þetta er bara Go To brandarinn okkar, Shut The Fuck Up Juden Swein,“ segir Garðar þegar hann rifjar atvikið upp, en hann þá 17 ára. Hann var á leið til Reykjavíkur ásamt vinum sínum þegar þeir sáu Audibíl á þýskum númerum á Krýsuvíkurvegi sem þeir eyðilögðu.

„Hálfu ári seinna fannst þýfi úr þessum bíl á vídeóleigu í Reykjavík. Löggan sagði okkur að á meðan við vorum að eyðileggja þennan bíl og stela úr honum þá voru þýsk gyðingahjón að tjalda 10-20 metrum frá bílnum. Eina sem þau sáu voru íslenskir unglingar að eyðileggja bílinn þeirra og öskra á tungumálinu þeirra,“ segir Garðar Eyfjörð, Garðar Kilo Kef City, Snapchat-stjarna og rappari, í viðtali í nýjasta þætti Götustráka. Segir hann lögmenn hjónanna hafa viljað þá í fangelsi í Þýskalandi fyrir hatursglæp. Garðar segir að hann taki fulla ábyrgð á því sem hann gerði, og allir hafi fengið 4-5 ára skilorðsbundinn dóm og þurft að greiða um 3 milljónir hvert í skaðabætur.

Garðar hefur átt stormasama ævi. Hann bjó í Bandaríkjunum til 13 ára aldurs. Hann lenti í hræðilegum hlutum í Bandaríkjunum, að eiga ekki neitt, hann var eini hvíti karlmaðurinn í bænum. Niðurlægjandi hlutir eins og hann var látinn ganga í stuttbuxum sem í raun og veru voru eldri manna boxer nærbuxur. Þegar hann mætti til Íslands var honum vorkennt svo mikið fyrir það sem hann hafði gengið í gegnum að honum var fært allt upp í hendurnar.

Garðar fetaði út af réttu brautinni og það breytti honum í frekan ofdrekaðan einstakling, svo þegar hann varð unglingur og byrjaði að drekka áfengi, fremja glæpi, brjótast inn og stela bílum þá var fólk hissa og spurði bara „ Hvað er að, Garðar? “

„Hvað helduru að það sé að mér maður, ég kem frá einum stað, þar sem ég er laminn, þvílíkt andlegt ofbeldi, búinn að horfa upp á systur mína nefbrotna þegar hún var þriggja ára, alltaf bara þvílikt hræddur. “

Leiddist út í vímuefni og spilafíkn

„Hæðsta sem ég hef farið, er eitthvað í kringum 13-18 milljónir íslenskra króna, þið vitið hvernig það er, maður þarf að bíða eftir að fá peninginn, maður þarf að fara í bankann og tekur 4-5 daga og eitthvað þið skiljið. En 4-5 dagar fyrir fíkil er bara of mikið, ég spilaði þetta allt niður nema 1,6 milljón. Spilafíkillinn það er ekki nógu mikið talað um það, hæðsta tíðindi hjá sjálfsvígum eru spilafíklar. Ég hef aldrei lagt mig jafn lágt fyrir að gambla. Ég var mikill lygari og svikari, ég var tilbúinn að nýta mér vináttur, I Really Went Low,“

Garðar var að þéna 700 þúsund á mánuði en skuldaði samt pening, hann leiddist út í kókaín og spilafíkn. Götustrákar ræddu við hann hvort hann hafi unnið eitthverja upphæð.

Síðustu tvö ár hefur Garðar unnið mikið í sjálfum sér og hefur líf hans snúist algjörlega við. Hann er í EMDR meðferð, en það er meðferð sem vinnur úr áföllum með því að losa um frosnar minningar og upplifanir.

Garðar er hamingjusamur, elskar sjálfan sig, er í frábærri vinnu og lífið lítur vel út, enda nefna Götustrákar að hann Garðar sé einhver einlægasti og ljúfasti drengur sem hefur komið í settið til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt