fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Auglýsing um blokkaríbúðir vekur kátínu netverja – „Nú líður mér ekki lengur eins og ég verði að taka til í dag“

Fókus
Mánudaginn 5. júní 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðal fjölmargra eigna á fasteignavef DV er eign í blokkaríbúð á Grandavegi í Reykjavík. Í auglýsingu segir að um sé að ræða atvinnuhúsnæði skráð sem heilsurækt og verslun, samtals 273,6fm.  Hvort rýmið fyrir sig hefur sjálfstætt fastanúmer í dag en hefur verið sameiginlega breytt í 4 íbúðir sem allar eru í útleigu. Útleiguíbúðirnar hafa haft aðgengi að rækt, sána og auka baðherbergjum og sturtum sem er í sameign íbúðareigenda alls hússins. Út frá þessari aðstöðu er stór afgirt verönd til suðurs með heitum potti.

Fyrirliggjandi eru samþykktar teikningar að breytingu á hinu selda rými í tvær glæsilegar samþykktar íbúðir á jarðhæð annars vegar um 120 fm og hins vegar um 150fm íbúð. Stærri íbúðin er teiknuð sem tvær íbúðir á einu fastanúmeri (105fm. og 45fm.).

Það er þó ekki staðsetningin eða lýsingin á eigninni sem hafa vakið athygli netverja sem deilt hafa fasteignaauglýsingunni á samfélagsmiðla um helgina, heldur myndirnar. Á meðal athugasemda sem fallið hafa um auglýsinguna á samfélagsmiðlum eru: 

„Þarna hefði nú bara mynd af blokkinni + teikning af rýminu verið góður kostur að nota ásamt textalýsingu hjá fasteignasölunni. En hvað veit ég samt verandi ekki fasteignasali.“

„Þar sem ég hef einstaklega gaman af myndum þá fór ég að skoða, sá ég myndavél á fæti við hjónarúmið, þetta er skráð sem atvinnuhúsnæði en kommon.“

„Man eftir þáttunum Allt í drasli.”

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Seldi húsið til að fara í þriggja ára siglingu – Eyðilögð eftir að ferðinni var aflýst

Seldi húsið til að fara í þriggja ára siglingu – Eyðilögð eftir að ferðinni var aflýst
Fókus
Í gær

Ættleiddu og urðu svo ófrísk – „Fjögur börn undir fimm mánaða aldri er mikil áskorun“

Ættleiddu og urðu svo ófrísk – „Fjögur börn undir fimm mánaða aldri er mikil áskorun“
Fókus
Í gær

Hélt hún hafði lent í klóm svikahrapps þar til hún komst að sannleikanum

Hélt hún hafði lent í klóm svikahrapps þar til hún komst að sannleikanum
Fókus
Í gær

Mikil óánægja með verðhækkun Disney Plus – „Áskrift sagt upp, bless“

Mikil óánægja með verðhækkun Disney Plus – „Áskrift sagt upp, bless“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taka átti Davíð af foreldrum hans af því honum gekk illa að lesa

Taka átti Davíð af foreldrum hans af því honum gekk illa að lesa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni