fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Eign dagsins – Arkitektahöll með einum glæsilegast garð Garðarbæjar

Fókus
Miðvikudaginn 21. september 2022 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einbýlishús hannað af arkitektinum Kjartani Sveinssyni í Arnarnesi fæst nú keypt ásamt einum glæsilegast garði Garðabæjar.

Um er að ræða ótrúlega falleg einbýlishús á einni hæð sem er skráð um 199,8 fermetrar að stærð og þar af er rúmlega 40 fermetra bílskúr. Garðurinn sem fylgir eigninni þykir einn sá glæsilegast í Garðabæ og hefur í tvígang fengið viðurkenningu bæjarstjórnar fyrir smekklega og vel hirta lóð.

Samkvæmt fasteignaauglýsingu hefur húsinu ávallt verið vel við haldið og hafa töluverðar endurbætur átt sér stað undanfarin ár. Til dæmis var húsið tekið í gegn að utan árið 2010 og þá sprunguviðgert og endurmúrað að mestu. Baðherbergi var endurnýjað 2016 og parket slípað á síðasta ári. Eins er búið að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíl og flestir ofnar endurnýjaðir.

Á glæsilegri veröndinni má svo að sjálfsögðu finna heitan pott.

Nánar má lesa um eignina á fasteignavef DV

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt