fbpx
Miðvikudagur 07.desember 2022
Fókus

Þeim er ekki boðið – Boð Harry og Meghan í opinbera samkomu afturkallað

Fókus
Laugardaginn 17. september 2022 09:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prinsinn Harry og eiginkona hans, hertogaynjan Meghan, hafa valdið miklu fjaðrafoki í bresku samfélagi eftir að þau ákváðu að gefa skít í allar hefðir og reglur og segja skilið við konunglega lífið í Bretlandi og halda frekar til Bandaríkjanna að eltast við ameríska drauminn, líkt og svo margir.

Þau hafa þó fengið að súpa seyðið af þeirri ákvörðun. Svo sem þurfa þau að borga gífurlegar fjárhæðir fyrir öryggisgæslu þar sem þeim er ekki tryggð slík í gegnum konungsfjölskylduna og hafa bæði afsalað sér titlinum „hin konunglega hátign“.

Töldu þau að börn þeirra myndi fá titilinn samhliða nafnbótunum prins og prinsessa sem börnin, Archie og Lilibet fengu við frá fall langömmu þeirra, Elísabetar Englandsdrottningar. En sú var ekki raunin og eru Meghan og Harry sögð brjáluð yfir því.

Sjá einnig: Nýjasta dramað í konungshöllinni sem Meghan og Harry eru sögð brjáluð yfir

Nú hefur aftur dregið til tíðinda en heimildir innan úr konungsfjölskyldunni segja að Harry og Meghan hafi fengið boð til opinberrar samkomu sem haldin verður á sunnudag með Karli Bretlandskonungi í Buckingham höll.

Þangað koma þjóðhöfðingjar erlendra ríkja, kvöldið fyrir jarðarförina sem er sögð eiga að vera íburðarmesta útför þjóðarhöfðingja í langan tíma. Rúmlega 500 þjóðarhöfðingjar, forsætisráðherrar og fulltrúar erlendra ríkja hafa hlotið boð í þessa samkomu.

Nú hafi þó boðið til Meghan og Harry verið afturkallað þar sem þau eru ekki starfandi konungsfólk. Starfsmenn konungsfjölskyldunnar hafi bent á að Harry og Meghan gegni engum konunglegum skyldum og eigi því í raun ekkert erindi á þennan formlega opinbera viðburð og krafist þess að boð þeirra yrði afturkallað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Enn ein þotan þarf að lenda eftir að æði rennur á farþega – Sagði Jesú hafa skipað sér að opna neyðarútgang

Enn ein þotan þarf að lenda eftir að æði rennur á farþega – Sagði Jesú hafa skipað sér að opna neyðarútgang
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Klámgoðsögn segir að það sé eitt sem karlmenn geta gert til að gera kynlífið betra

Klámgoðsögn segir að það sé eitt sem karlmenn geta gert til að gera kynlífið betra
Fókus
Í gær

Uppblásinn IKEA sófi, Colgate lasagna og smokkur í spreybrúsa – Fyndnar en afar misheppnaðar markaðsherferðir

Uppblásinn IKEA sófi, Colgate lasagna og smokkur í spreybrúsa – Fyndnar en afar misheppnaðar markaðsherferðir
Fókus
Í gær

Nýjasta nektarmyndin veldur áhyggjum og samsæriskenningum

Nýjasta nektarmyndin veldur áhyggjum og samsæriskenningum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dan Nava kom til landsins í tveggja ára verkefni en vissi að hann væri kominn til að vera – „Það er áhugavert tvíeðli ríkjand á Íslandi, sem annars vegar er nútímalegt þjóðfélag, en hins vegar eins og smábær“

Dan Nava kom til landsins í tveggja ára verkefni en vissi að hann væri kominn til að vera – „Það er áhugavert tvíeðli ríkjand á Íslandi, sem annars vegar er nútímalegt þjóðfélag, en hins vegar eins og smábær“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helga Möller lætur ofbeldismanninn heyra það – „Þessi fárveiki, siðblindi maður og fjölskylda hans, fær ekki tækifæri til að troða sér inn í hjörtun okkar“

Helga Möller lætur ofbeldismanninn heyra það – „Þessi fárveiki, siðblindi maður og fjölskylda hans, fær ekki tækifæri til að troða sér inn í hjörtun okkar“