fbpx
Laugardagur 03.desember 2022
Fókus

Nýjasta dramað í konungshöllinni sem Meghan og Harry eru sögð brjáluð yfir

Fókus
Fimmtudaginn 15. september 2022 18:00

Meghan og Harry á góðri stund. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er að tekið út með sældinni að vera konungsborinn. Þetta hefur Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, bent á síðustu ár eftir að þau sögðu sig frá konunglegum skyldum sínum og héldu til Bandaríkjanna til að hefja þar nýtt líf.

Þau eiga saman tvö börn, þau Archie og Lilibet og hafði Meghan haldið því fram að börn hennar hafi með ómaklegum hætti verið svipt rétti sínum til að kallast prins og prinsessa bara því foreldrar þeirra kærðu sig ekki um að vera hluti af hinu breska hirðlífi lengur.

Þessar ásakanir Meghan voru þó ekki réttar heldur mátti heldur rekja þessa stöðu til þess að barnabarnabörn þjóðhöfðingjans eiga ekki rétt á titlunum. Þann rétt eiga þó barnabörnin.

Nú eftir að Elísabet drottning féll frá hefur Karl Bretakonungur tekið við sem þjóðhöfðingi og þar sem að Archie og Lilibet eru barnabörn hans eru þau nú sjálfkrafa orðin að prins og prinsessu.

Hins vegar eru Harry og Meghan nú sögð brjáluð yfir því að svo virðist sem að Karl ætli ekki að veita börnunum titlana „hin konunglegu hátign“. Slíkt hefur oftast fylgt nafnbótinni prins og prinsessa en nú er reiknað með að Archie og Lilibet verði af þessum titlum þar sem foreldrar þeirra hafa sagt sig frá konunglegum skyldum.

Þegar Harry og Meghan sögðu sig frá konungsfjölskyldunni samþykktu þau að leggja niður sína „hin konunglegu hátign“ titla. En þau hafa þó kvartað yfir því að með titlunum hafi farið aukinn réttur þeirra á öryggisgæslu. Voru þau því vongóð um að staðan væri að breytast nú þegar börn þeirra fengu þessa titla – en nú virðist sem að ekkert verði af því.

Eru hjónin sögð hafa bent á að prinsessurnar Beatrice og Eugenie eru ekki að sinna konunglegum skyldum en kallast engu að síður hinar konunglegu hátign. Heimildarmaður The Sun segir:

„Harry og Meghan höfðu áhyggjur af öryggisgæsluvandanum og með nafnbótinni prins og prinsessa fylgir ákveðinn réttur til konunglegrar öryggisgæslu. Það hafa átt sér stað miklar umræður undanfarna vikuna. Þau hafa ákveðið haldið því fram að Archie og Lilibet séu prins og prinsessa og hafa ósveigjanleg með það síðan drottningin dó. En nú eru þau brjáluð yfir að Archie og Lilibet fái ekki titilinn „Hin konunglega hátign“ En það er samkomulagið – þau geta verið prins og prinsessa en ekki hin konunglegu hátign því þau eru ekki starfandi konungsfólk.“ 

Sá siður var tekinn upp árið 1917 að barnabörn þjóðhöfðingjans breska fá nafnbæturnar prinsar og prinsessur. Ekki barnabarnabörn en undantekning er gerð fyrir barnabörn krónprinsins eða krónprinsessunnar. Þess vegna hafa börn Vilhjálms Bretaprins verið prinsar og prinsessur frá fæðingu. Samkvæmt þessum reglum ættu prinsar og prinsessur sjálfkrafa að kallast hin konunglegu hátign eða titilinn HRH (His/her royal highness).

Hins vegar hefur verið bent á að það yrði furðulegt ef börn Harry og Meghan fengju titil sem foreldrar þeirra njóta ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

The Rock gerði upp skammarstrik úr æsku sem hafði nagað samvisku hans

The Rock gerði upp skammarstrik úr æsku sem hafði nagað samvisku hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kántrísöngvari lét lífið 37 klukkustundum eftir brúðkaupið

Kántrísöngvari lét lífið 37 klukkustundum eftir brúðkaupið