fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Lögreglan finnur ekki móður og börnin hennar þrjú eftir dvöl þeirra með Ezra Miller

Fókus
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur mætt á leikarann Ezra Miller undanfarið en hán hefur verið sakað um ofbeldishegðun, skapofsa og undarlega hegðun.

Vakti mikla athygli þegar myndband fór sem eldur í sinu um netið fyrir tveimur árum síðan þar sem leikarinn sást taka unga konu hálstaki á Prikinu, skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur.

Insider birti í vikunni umfangsmikla grein um Ezra Miller þar sem meðal annars vera háns á Íslandi er rakin. Þar kemur fram að hán hafi leigt íbúðarhúsnæði í Kópavogi í gegnum Airbnb og þar hafi Ezra stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn og fleiri komu saman. Rætt er við ónefnda íslenska tónlistarkonu sem segist hafa átt eina skelfilegustu viku lífs síns með Ezra sagið hán haga sér eins og leiðtoga sértrúarsöfnuð.

Þetta er aðeins dæmi um þau atvik er varða Ezra sem hafa verið til umfjöllunar undanfarið. Nú greindu fjölmiðlar í Bandaríkjunum frá því að ekki sé vitað um afdrif 25 ára konu og þriggja barna hennar eftir að þau dvöldu í einu af húsnæðum Ezra í Vermont í Bandaríkjunum.

Sjá einnig: Hollywood-leikarinn sem tryllist á Prikinu handtekinn fyrir að áreita karókísöngvara og Internetið kallar eftir útskúfun Hollywood stjörnu eftir meinta árás á Prikinu

Óstaðfestar heimildir segja Ezra hafa komið þeim í felum. Rolling Stone greinir frá því að lögregla hafði ítrekað reynt að birta fyrir konunni bráðabirgðaúrskurð um að börnin skuli tekin af henni og út af heimilinu, öryggis þeirra vegna. Ezra tók á móti lögreglu og greindi þeim frá því að móðirin ásamt börnunum hefði farið af heimilinu fyrir tveimur mánuðum síðan og hafi þau ekki snúið aftur.

Lögreglan telur þetta vera fyrirslátt til að komast hjá því að verða við því að afhenda börnin.

Nokkrir lögreglubílar mættu svo að heimilinu á þriðjudagskvöld og segja heimildir Rolling Stones að lögreglumenn hafi varið um klukkustund þar inni.

Meðal þess sem hefur valdið áhyggjum af öryggi barnanna eru frásagnir um að skotvopn séu þar skilin eftir á glámbekk og hafi gestur á heimilinu sé eitt barnanna, eins árs gamalt, setja skot upp í munninn á sér.

Móðirin, sem er ekki nefnd í fjölmiðlum, er sögð hafa verið virk á samfélagsmiðlum allt þar til um miðjan júlí er hún eyddi reikningum sínum og hefur ekki birt uppfærslur síðan.

Ezra hefur einnig verið sakað um innbrot eftir að hafa brotist inn á heimili og stolið þaðan áfengi í maí. Eins var hán handtekið fyrir dólgslæti á Hawaii fyrr á árinu. Í júní stigu foreldrar fram og sökuðu hán um að hafa heilaþvegið barn þeirra. Nokkru síðar fór móðir í Massachusetts fram á að Ezra yrði gert að sæta nálgunarbanni gegn 12 ára barni hennar vegna áreitni. Eins hefur kona í Þýskalandi stigið fram og greint frá ótilhlýðilegri háttsemi háns í hennar garð.

Nú eru allra augu á framleiðslufyrirtækinu Warner Bros sem meðal annars stendur að baki kvikmyndinni The Flash þar sem Ezra fer með aðalhlutverk. Þrátt fyrir allar sögurnar sem hafa gengið um Ezra undanfarin ár hefur ekki verið tekin ákvörðun um að reka hann út hlutverkinu og hafa framleiðendur hlotið þó nokkra gagnrýni fyrir að bregðast ekki við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“