fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Heimalningurinn Höskuldur heldur að hann sé hundur

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 15:06

Lambhundurinn Höskuldur Glódís ásamt Stacy og Kjolle / Eigandi þeirra Agnes Klara Ben Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður er ljótleika og grimmd víða að finna í veröldinni en blessunarlega eru miklu fleiri dæmi um gleði og hlýju þó að þau fari ekki eins hátt. Eitt skýrasta dæmið um þessa tvo póla eru örlög tveggja lamba frá bænum Refsmýri á Fellunum, rétt fyrir utan Egilsstaði.

Fyrr í sumar greindi DV frá því að ófögur sjón hefði blasað við Agnesi Klöru Ben Jónsdóttur, sauðfjárbónda á Refsmýri, einn júnímorgun. Fyrir framan eldhúsgluggann mátti finna líkamsleifar tveggja vikna lambs, sem hafði verið skotið, flegið og skorið rétt fyrir utan bæinn. Aðkoman var ógeðfelld en líkur eru á að ferðamenn hafi drepið lambið sér til matar eins og hverja aðra villibráð eins og kom fram í síðari fréttum um málið.

Lambhundurinn Höskuldur Glódís bræðir alla

Nú hefur annað lamb á bænum vakið athygli en fyrir allt aðrar sakir. Heimalningurinn Höskuldur Glódís hefur brætt hjörtu TikTok-notenda vegna þeirrar staðreyndar að hann heldur að hann sé hundur.

„Hann fannst á næsta bæ, móðurlaus, og endaði því í pelagjöf hjá okkur. Fyrst um sinn vorum við með hann í fjárhúsinu en að lokum var hann bara kominn hingað upp í bæinn til okkar,“ segir Agnes Klara.

Þau búa fjögur á bænum og yngsta dóttir Agnesar Klöru, Glódís, vildi ólm að lambið yrði nefnt eftir henni sjálfri. „Það passaði þó kannski ekki alveg því að þetta er lambhrútur. Við nefndum hann því Höskuld út í loftið og bættum svo nafni dóttur minnar við – Höskuldur Glódís,“ segir Agnes Klara kímin.

Heimasætan Glódís fékk einskonar nöfnu í Höskuldi Glódísi

Vel þrifinn en ekki þrifalegur

Eins og gefur að skilja tók heimilisfólk fljótt ástfóstri við Höskuld Glódísi en hjarta hans var fljótlega frátekið, að minnsta kosti að hluta, fyrir tvo hunda á bænum, Stacy og Kjolle, sem eru sleðahundar af samoyed-kyni en af rússnesku og hollensku bergi brotin. Þaðan eru nöfn þeirra sprottin.

„Hann tók strax ástfóstri við þau og  var fljótur að byrja að sofna í fletinu í forstofunni með þeim á nóttunni. Hann hegðar sér eins og þau að mestu leyti og virðist halda að hann sé hundur.“

Að hennar sögn hafa hundarnir tekið þessum nýja samlita hundi, en með óvenjulegu ullargreiðsluna, afar vel. „Höskuldur Glódís fær bara lúxusmeðferð hjá þeim. Stacy og Kjolle þrífa hann í gríð og erg og sleikja mjólkina sem lekur meðfram munnvikunum þegar hann fær pela,“ segir Agnes Klara.

Stacy og Kjolle þrífa vin sinn hátt og lágt

Samlífið á bænum er því með miklum ágætum fyrir utan kannski þá staðreynd að Höskuldur Glódís er ekki áhugahrútur um snyrtilegar salernisvenjur. „Hann veður alltaf inn í hús um leið og hurðin er opnuð. Svo pissar hann bara og kúkar þar sem honum sýnist,“ segir Agnes Klara en eðli málsins samkvæmt er reynt að halda slíkum heimsóknum lambhrútsins í lágmarki – forstofan og bæjarlandið er hans griðarstaður.

Vinirnir þrír

Hér að neðan má sjá einstaklega fallegt myndband af lambhundinum Höskuldi Glódísi og vinum hans

@agnesjonsdottir Höskuldur our motherless lamb 🐏 #sheep #dog #nordurdals #samoyed #fy #love #lamb #farm ♬ You Got A Friend In Me (From „Toy Story“) – Just Kids

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ekki fokka í mér, ég á afmæli“

Vikan á Instagram – „Ekki fokka í mér, ég á afmæli“
Fókus
Í gær

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið

Breska þjóðin stendur á öndinni og kemst lítið annað að – Stóra grátmálið krufið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mál Katrínar var fellt niður þrátt fyrir játningu mannsins – „Ég bauð bara vini mínum að gista, gaur sem ég treysti“

Mál Katrínar var fellt niður þrátt fyrir játningu mannsins – „Ég bauð bara vini mínum að gista, gaur sem ég treysti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel

gímaldin og Loftur með tónleika á Kex Hostel
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára

Opnar sig um „óheilbrigt“ samband við eldri TikTok-stjörnu þegar hún var 16 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“

Þess vegna dró hjólahvíslarinn sig í hlé – „Hún heitir Harpa Dögg og á hug minn allan“