fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fókus

Fótboltamaður sem sveik lit gleymdi að eyða myndbandsupptökunni

Fókus
Þriðjudaginn 17. maí 2022 22:00

Myndir/Getty/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnumaður í fótbolta er í bobba eftir að hann gleymdi að eyða myndbandsupptöku úr öryggismyndavélinni fyrir utan heimili hans og eiginkonu hans.

Maðurinn leitar ráða til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre. Hann kemur sér beint að efninu. „Ég stundaði kynlíf með konu sem ég varla þekkti, en gleymdi að eyða upptökunni úr öryggismyndavélinni í dyrabjöllunni heima, og nú hefur eiginkona mín farið frá mér. Ég er svo mikill fábjáni,“ segir hann.

Maðurinn er atvinnumaður í neðri deildum í Bretlandi, hann kemur fram nafnlaus en segist vera 28 ára. Eiginkona hans er 26 ára. „Hún er falleg og með hörkukropp,“ segir hann.

„Eftir alla fótboltaleiki bíða konur eftir okkur til að sjá hvort við ætlum á klúbb eða bar, og elta okkur síðan. Þannig kynntist ég eiginkonu minni,“ segir hann.

„Konan mín fór til Spánar til að vera hjá systur sinni, sem var nýbúin að eignast barn. Hún var hjá henni í mánuð og ég var alveg kominn með nóg; ég vildi fá hana heim en hún sagði systur sína þurfa á henni að halda.“

Gleymdi einu mikilvægu

Eitt laugardagskvöldið fór hann út með liðsfélögum sínum. „Ég kynntist konu sem sagðist vera tvítug, við drukkum og dönsuðum og ég bauð henni svo heim. Þar opnaði ég fyrir okkur vínflösku og eftir örfáa sopa vorum við byrjuð að kyssast. Mér fannst eins og það væri heil eilífð síðan ég stundaði síðast kynlíf, ég gat ekki hamið mig.“

Fótboltakappinn segir að konan hefði komið aftur næstu tvö kvöld og í bæði skiptin hefðu þau stundað kynlíf.

„Eiginkona mín kom heim vikuna á eftir. Hún var að bíða eftir póstsendingu og fyrirtækið sagði að það væri búið að afhenda pakkann, hún fór þá yfir upptökurnar úr öryggismyndavélinni og ég áttaði mig of seint á mistökum mínum. Hún sá konuna koma heim til okkar seint að kvöldi til, ég gat ekki neitað fyrir þetta og viðurkenndi allt saman. Hún rauk út, og núna, þremur mánuðum seinna, neitar hún ennþá að koma heim.“

Maðurinn segist meðvitaður að hann þurfi að gera eitthvað í sínum málum ef hann ætlar að fá eiginkonu sína aftur. „Á ég einhvern séns?“ Spyr hann.

Tími til að hugsa

Deidre svarar manninum hreinskilnislega.

„Kannski, ef þú grátbiður um fyrirgefningu. Hún er ekki einhver sem mun sætta sig við framhjáhald. Segðu henni hversu mikið þú saknar hennar, að þú gerðir stór mistök og þú vilt gera það rétta í stöðunni. Virkilega hugsaðu um hjónaband ykkar og um hvað gerði það að verkum að þú hélst framhjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Poppvélin sendir frá sér lag Hafnarfjarðar

Poppvélin sendir frá sér lag Hafnarfjarðar
Fókus
Í gær

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“

„Eiginmaður minn stjórnar lífi mínu – Og fólk hatar það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tóku upp klám og eiga nú yfir höfði sér fangelsi

Tóku upp klám og eiga nú yfir höfði sér fangelsi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauðinn í skápnum

Dauðinn í skápnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ást við fyrsta dans – „Hann veitti mér kjöltudans og ég varð ástfangin“

Ást við fyrsta dans – „Hann veitti mér kjöltudans og ég varð ástfangin“