fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Bakaranemarnir fara á kostum við að skreyta piparkökuhús ársins

Fókus
Þriðjudaginn 13. desember 2022 16:00

Í þættinum Matur og heimili fær Sjöfn Þórðar bakaranemana Karenu Guðmundsdóttur og Tinnu Sædísi Ægisdóttur í heimsókn í eldhúsið til sín þar sem þær skreyta piparkökuhús á sinn listræna hátt. MYNDIR/HRINGBRAUT.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heldur jólaundirbúningurinn áfram og ilmurinn verður lokkandi. Að þess sinni verður piparkökuhús skreytt af ástríðu og natni tveggja stúlkna.

Sjöfn fær til sín góða gesti í heimsókn í eldhúsið sem eiga svo sannarlega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.  Þetta eru bakaranemarnir Karen Guðmundsdóttir, sem vann Nemakeppni ársins 2022, og Tinna Sædís Ægisdóttir, en þær eru búnar að læra mörg leynitrix í bakaranámi sínu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þær ætla að skreyta piparkökuhús í eldhúsinu hjá Sjöfn þar sem listrænir hæfileikar þeirra fá að njóta sín.

„Við höfum lært ótrúlega mikið í náminu og það eru allskonar bökunarráð sem við höfum fengið sem gerir allt miklu auðveldara í bakstri,“ segja þær Karen og Tinna.

Báðar eru þær bakaranemar í bakaríinu hjá Gulla Arnari þar sem þær hafa líka lært ótrúlega mikið af að eigin sögn. Þegar kemur að því að skreyta piparkökur og piparkökuhús er gott að kunna að gera hið fullkomna glassúrskrem, það kunna þær Karen og Tinna og ætla að svipta hulunni af uppskriftinni af hinu fullkomna glassúrskremi og hvernig best er að vinna með það.

Jólalegur og skemmtilegur þáttur fram undan á Hringbraut í kvöld, fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér:

Matur og heimili stikla - 13 desember
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla - 13 desember

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Hide picture