fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fókus

Biðja foreldra að líta í eigin barm – „Daglega erum við að setja þau í aðstæður sem þau ráða ekki við og hafa ekki þroska í“

Fókus
Mánudaginn 12. desember 2022 19:05

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erum við búin að missa stjórnina á skjátíma og samfélagsmiðlum og ef svo er hvernig ætlumst við til þess að börnin okkar ráði frekar við þessar aðstæður? Þessar spurningu er velt upp í pistli sem birtist hjá Vísi í dag þar sem foreldrar eru spurðir hvort þeir leyfi enn börnunum sínum að láta sér leiðast.

„Daglega erum við að setja þau í aðstæður sem þau ráða ekki við og hafa ekki þroska í“, þetta skrifa Daðey Albertsdóttir sálfræðingur, Silja Björk Egilsdóttir sálfræðingur og Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Með þessar setningu er vísað til þess að mikill meirihluti barna hefur mikið aðgengi að netinu og með því samfélagsmiðlum. Svo virðist sem að foreldrar séu að ætlast til þess að þau hafi sjálfstjórn til að stýra eigin reynslu og getuna til að sigta út hvað sé eðlilegt og hvað sé það ekki.

Ekki skrítið að geðheilsa barna fari versnandi

„Geðheilsa barna og ungmenna fer versnandi og það er ekki skrítið. Við höfum gefið börnunum okkar aðgengi að öllum heiminum og ætlast til þess að þau hafi sjálfstjórnina til að stjórna eigin neyslu á gagnamagni. Á sama tíma ætlumst við til þess að þau hafi getuna til að sigta út hvað sé eðlilegt og hvað ekki. Daglega erum við að setja þau í aðstæður sem þau ráða ekki við og hafa ekki þroska í.“

Heili barna er enn í mótun og börn viðkvæmari fyrir félagslegu samþykki annarra. Þess vegna hafi samfélagsmiðlar neikvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan barna og ungmenna.

Svo sé það líka sá vandi að þegar of mikið framboð er á afþreyingu þá minnki verðgildi hennar. Er í greininni tekið dæmi um barn sem á herbergi fullt af dóti en finnur sér ekkert að gera.

„Við getum eki keppt við samfélagsmiðlana og leikina – þeir eru sérhannaðir af sérfræðingum í hegðun og heilavirkni til að virkja gleðihormón í heilanum. Of mikil notkun þýðir að við þurfum alltaf meira og meira til að fá sömu ánægjuna.“

Börn og aðrir fari í það að telja likein í netheimum og fá gleðivímu við það. En á sam tíma minnki verðgildi daglegra athafna þar sem alltaf er eitthvað meira spennandi í boði. Áreitið sé stöðugt og síminn nánast límdur við hendur fólks.

Fær barnið þitt að láta sér leiðast?

Börn fái nú sjaldnast tækifæri til að láta sér leiðast sem sé miður.

„Fær það [barnið] tækifæri til að leika sér í hlutverkaleik á eigin forsendum þar sem það er leikstjórinn? Í gegnum leik læra börn nauðsynlega færni líkt og að takast á við erfiðleika og finna lausnir. Ef skjátíminn er alltaf í boði getur verið að barniði leiti frekar í að láta skemmta sér en að finna upp leið til að gera það sjálft – sér í lagi ef það á erfitt í grunninn með að leika sjálfstætt.“ 

Foreldrar þurfi því að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hvort þeir séu sjálfir að ráða við eigin reynslu á skjátíma og samfélagsmiðlum.

„Síðan skulum við líta á börnin okkar og hvort það sé rétt að ætlast til þess að þau ráði eitthvað frekar við notkunina en við. Sendum við börnin okkar út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar? Það er hlutverk okkar foreldra að grípa hér í stýrið áður en börnin okkar keyra sjálf inn í óhóflega neyslu á gagnamagni. Það er okkar að hjálpa þeim meðan að þau hafa ekki öðlast þann þroska til þess að meta það sjálf. Á sama tíma er rétt að við hugum að okkar eigin neyslu á gagnamagni og tökum umræðuna – hver er ráðlagður dagskammtur af gagnamagni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þráir að verða Íslendingur

Þráir að verða Íslendingur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

James Earl Jones er látinn – Talaði fyrir Svarthöfða í Stjörnustríði

James Earl Jones er látinn – Talaði fyrir Svarthöfða í Stjörnustríði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“