fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fókus

Birta Blanco og Kleini „bara vinir“

Fókus
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 09:02

Kristján Einar og Birta Blanco. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, hefur verið á allra vörum síðan hann losnaði úr varðhaldi á Spáni eftir átta mánuði. Hann hefur verið virkur á samfélagsmiðlum og farið í viðtöl til að ræða um fangelsisvistina, sem hann lýsir sem fullkominni martröð.

Í gærkvöldi bauð hann fylgjendum sínum á Instagram að spyrja sig að hverju sem er og sagðist vera opin bók.

Sjá einnig: Kristján Einar spurður út í Svölu – „Bara svo þið vitið það hér og nú“

Einu spurningarnar sem hann neitaði að svara voru spurningar tengdar söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur, fyrrverandi kærustu hans.

Eins og frægt varð reis stjarna Kleina hátt þegar hann og Svala opinberuðu sambandið sitt í ágúst 2020. Sambandinu lauk um það leyti sem hann var handtekinn vorið 2022 og síðan þá hefur hann verið einhleypur.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um dularfullu konuna á nýju myndinni hans Kleina

Það vakti því athygli í gærkvöldi þegar Kristján Einar birti myndband frá heimili klámstjörnunnar Birtu Blanco og þakkaði henni fyrir að hafa boðið sér í mat.

„Takk kærlega fyrir að bjóða mér í mat,“ sagði hann við Birtu, sem var að elda hakk og spagettí.

Skjáskot/Instagram

Í október ræddi Birta um ástina í viðtali við DV og sagðist vera opin fyrir því að kynnast nýju fólki. Hún er fjölkær og er í sambandi með tveimur pörum, en sagðist langa í „primary“ maka. „Mig langar að vakna með einhverjum á morgnanna,“ sagði hún.

En það er ekki Kleini. DV hafði samband við Birtu sem sagði þau aðeins vera vini, en það er alltaf gott að eiga góða vini.

Kristján Einar – Mynd/Ernir

Kristján Einar svaraði fleiri spurningum fylgjenda sinna þegar leið á kvöldið. Þegar talið barst að svokölluðum „haters“ sagði hann:

„Haters hafa engin áhrif á mig. Ég nefnilega lifi með þann fallega eiginleika að geta verið svo slétt drullu skít fokking sama um hvað fólki finnst.“

Aðspurður hvar hann sjái sig sjálfan eftir eitt til tvö ár sagði hann: „Á toppi veraldar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Forsetafrúin setti Bridgehátíð

Forsetafrúin setti Bridgehátíð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Inga Þóra búin að finna ástina á ný

Inga Þóra búin að finna ástina á ný
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarkjóll Kourtney Kardashian skiptir fólki í fylkingar

Nektarkjóll Kourtney Kardashian skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Stína selur gullmolann í Garðabæ – „Að selja vegna nýrra ævintýra“

Hanna Stína selur gullmolann í Garðabæ – „Að selja vegna nýrra ævintýra“