fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Kristján Einar spurður út í Svölu – „Bara svo þið vitið það hér og nú“

Fókus
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 17:30

Kristján Einar Sigurbjörnsson - Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum síðan hann snéri aftur heim eftir 8 mánaða fangelsisvist á Spáni. Sat hann inni að eigin sögn fyrir að stilla til friðar í slagsmálum á næturlífi Malagaborgar.  Kristján, sem kallar sig Kleini, hefur lýst fangelsisvistinni sem fullkominni martröð og hefur lýst henni ítarlega í viðtölum sem og á samfélagsmiðlum. Hann opnaði fyrir spurningar frá fylgjendum sínum á Instagram í dag og svaraði þeim eftir bestu getu.

Ein spurningin sem Kristján fékk var hvort hann ætli sér að reyna að „vinna Svölu aftur“ en eins og þekkt er voru þau trúlofuð áður en Kristján lenti í fangelsinu á meginlandinu. Kristján ætlar sér þó greinilega ekki að tjá sig um samband sitt og Svölu miðað við svar hans við spurningunni á Instagram.

„Ég mun aldrei svara neinum spurningum um Svölu, bara svo þið vitið það hér og nú. Ef þið ætlið að spyrja um það þá fáiði engin svör, ekki frá mér.“

Fylgjendur Kristjáns spurðu hann að sjálfsögðu ekki einungis um Svölu heldur var hann einnig spurður mikið út í reynsluna af fangelsinu. Til að mynda spurði einn fylgjandi hvort hann fengi martraðir eftir þetta allt saman og svaraði Kristján því játandi. „Já, ég get ekki sofið, ég sef tvo tíma mögulega á hverri nóttu.“

Þá gefur hann lítið fyrir þá sem saka hann um að vera að ljúga um reynsluna af fangelsinu. „Mér er skítsama hvort fólk trúi þessu eða ekki,“ segir hann. „Ég veit hvað ég gekk í gegnum, ég veit hvað gerðist svo þið sem trúið þessu ekki – I don’t give a fuck.“

Einn fylgjandi bað Kristján svo um að lýsa versta deginum sínum á þessu ári og hann svarar því: „Þegar rafmyntamarkaðurinn hrundi og ég tapaði pening, það var slæmur dagur.“

Sjá einnig: Kristján Einar opnar sig um fangelsisvistina – Í klíku með Pólverjum og stunginn tvisvar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta