fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fréttir

Kristján Einar segir íslenska fjölmiðla hafa hótað sér – „Ég skipti engu máli, þeir vildu bara fá fréttina“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. nóvember 2022 10:15

Kristján Einar Sigurbjörnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og sjómaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þar lýsir Kristján Einar skelfilegri reynslu sinni af því að vera settur í fangelsi á Malaga á Spáni með forhertum glæpamönnum, morðingjum og nauðgurum, fyrir litlar sakir.

Að eigin sögn var Kristján Einar  handtekinn eftir sakleysislegar ryskingar á næturlífinu í Malaga, þar sem enginn slasaðist alvarlega, og látinn dúsa í saurmenguðum fangaklefa í nokkra daga þar til að hann var leiddur fyrir dómara.

Hann segist ekki enn vita hvert sakarefnið var enda fékk hann ekki túlk á meðan málið var tekið fyrir í dómshúsinu. Þegar málinu var lokið í dómsalnum var loks útskýrt fyrir honum að hann væri á leiðinni í fangelsi en hann fékk ekki að vita hversu lengi.

Slagsmál, morð og hópnauðganir

Kristján Einar lýsir síðan ómanneskjulegum aðstæðum í fangelsinu. Mistök hafi verið gerð því hann var settur á vitlausa deild með verstu glæpamönnunum. Hann hafi óttast um líf sitt og horft upp á ógeðfellda hluti, þar á meðal fanga sem ristur var á hol og hópnauðgun á 19 ára dreng sem var refsing fyrir það að viðkomandi hafði kjaftað frá.

Hann segist hafa fengið vernd frá pólskri klíku inni í fangelsinu en til þess þurfti hann að gera ólýsanlega hluti.

„Þeir réttu mér hnífinn og sögðu, stingdu hann ef þú vilt fá vernd frá okkur. Það var það sem ég þurfti að gera,“ segir Kristján Einar. Þá hafi hann sjálfur verið stunginn í hópslagsmálum í fangelsinu og hársbreidd hafi munað að hann hafi verið skorinn á háls í átökum milli stríðandi fylkinga.

Hann hafi fengið eitt 40 sekúndna símtal til fjölskyldu sinnar og ekki getað upplýst þau um annað en að hann væri í fangelsi á ótilgreindum stað þegar samtalinu var slitið. Um mánuði síðar hafði hann náð samningi í gegn sem gerði honum kleyft að hringja 15 sinnum í viku til ættingja sinna.

Veit ekki hvernig honum líður

Í samtali þeirra veltir Sölvi því upp hvort að ekki blasi við að brotið hafi verið gróflega á  mannréttindum Kristjáns Einars með þessari vítisvist. Kristján Einar tekur undir það og segir að íslensk yfirvöld hafi ekki aðstoðað á nokkurn hátt og enga hjálp hafi verið að fá. Hann viti ekki hvað sé hægt að gera til að leita réttar síns eftir þessa reynslu og auglýsir í raun eftir hjálp til þess.

„Ég veit ekki hverng mér líður, ég veit ekki hvernig mér á að líða. Ég veit ekki hvernig ég á að hegða mér,“ segir Kristján Einar þegar Sölvi spyr hann hvernig hann sé að vinna úr þessari reynslu. Hann sé að taka fyrstu skrefin í að leita sér hjálpar en hann óttast að það skaðinn sé skeður. „Þetta er skaði sem er kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að hann ætti í raun að láta leggja sig beint inn á geðdeild en hann sé vanur því að taka hlutina á kassann.

Þá ber hann íslenskum fjölmiðlum ekki vel söguna og segist hafa beinlínis fengið hótanir um einhverjar afleiðingar ef hann kæmi ekki í viðtal til ákveðinna miðla.

„Ég skipti engu máli, þeir vildu bara fá fréttina,“ segir Kristján Einar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni
Fréttir
Í gær

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur