fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Ná ekki sáttum eftir heiftarlegt rifrildi – Ráða skilnaðarlögfræðinga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. október 2022 08:05

Tom Brady og Gisele.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur hjónaband NFL stjörnunnar Tom Brady og ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen gengið í gegnum erfitt tímabil og samkvæmt nýjustu heimildum Page Six hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing.

Í september var greint frá því að fyrirsætan yfirgaf fjölskylduheimili þeirra í Tampa eftir heiftarlegt rifrildi og hafa þau búið í sitthvoru lagi síðan þá.

Page Six ræddi við nokkra heimildarmenn sem sögðu allir það sama: Að ástæðan fyrir öllum þessum rifrildum væri ákvörðun kappans um að hætta við að setjast í helgan stein og halda áfram að vera í eldlínunni í NFL-deildinni.

Sjá einnig: Vandræði í paradís: Farin af heimilinu eftir heiftarlegt rifrildi

„Ég hélt aldrei að þetta rifrildi myndi vera endastöð þeirra, en það lítur út fyrir það,“ segir heimildarmaður við Page Six.

„Ég held að það sé engin leið fyrir þau til baka. Þau eru bæði búin að ráða lögfræðing og eru að skoða hvernig þau munu skipta búinu, hver fær hvað og hvernig verður með fjármálin.“

Hjónin hafa verið saman síðan árið 2007 og gift síðan árið 2009. Þau eiga saman börnin Benjamin, 14 ára, og Vivian, 9 ára. Brady á soninn Jack, 15 ára, úr fyrra sambandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“