fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Vandræði í paradís: Farin af heimilinu eftir heiftarlegt rifrildi

Fókus
Föstudaginn 2. september 2022 14:00

Tom Brady og Gisele.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónaband NFL-stjörnunnar Tom Brady og ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen er að ganga í gegnum erfitt tímabil samkvæmt heimildum Page Six.

Miðillinn ræddi við nokkra heimildarmenn sem sögðu allir það sama: Það eru vandræði í paradís.

Fyrirsætan hefur yfirgefið fjölskylduheimili þeirra í Tampa eftir nokkur heiftarleg rifrildi í röð. Hún er nú stödd í Costa Rica en hann í Tampa að sjá um börnin og mæta á æfingar.

Ástæðan fyrir öllum þessum rifrildum er ákvörðun kappans um að hætta við að setjast í helgan stein og halda áfram að vera í eldlínunni í NFL-deildinni.

„Tom og Gisele eru að rífast núna,“ segir heimildarmaður Page Six og bætir við að þau hafa áður gengið í gegnum svipuð tímabil en alltaf náð sáttum.

Á dögunum var greint frá því að Brady missti af ellefu æfingum í ágúst. Aðspurður um fjarveru sína sagði hann: „Þetta er persónulegt, allir eru að díla við sitt […] Ég er 45 ára, maður. Það er fullt af sjitti í gangi.“

Talsmenn Brady og Bündchen neituðu að tjá sig um málið.

Hjónin eiga saman börnin Benjamin, 14 ára, og Vivian, 9 ára. Brady á soninn Jack, 15 ára, úr fyrra sambandi.

Hefur ekki staðið í stykkinu

Fyrirsætan var í viðtali við breska Vogue í maí og sagði að sambönd væru vinna. „Ég held að sambönd gerist ekki bara, þetta er ekki eitthvað ævintýri heldur tekur það vinnu að vera með einhverjum, sérstaklega ef þið eigið börn. Hans fókus er á ferilinn, minn er aðallega á börnin,“ sagði hún í maí.

Í útvarpsviðtali hjá Howard Stern árið 2020 viðurkenndi Brady að hann hefur ekki alltaf staðið sig sem faðir. „Fyrir nokkrum árum fannst Gisele ég ekki vera að sinna mínu hlutverki innan fjölskyldunnar […] og hún var ekki ánægð í hjónabandinu. Þannig ég þurfti að gera breytingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“