fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Eign dagsins: Ævintýralegt finnskt bjálkahús á Kjalarnesi

Fókus
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Kjalarnesi er nú til sölu gullfallegt finnst bjálkahús. Húsið er ævintýralega óhefðbundið og minnir helst á sumarhús eða risa ævintýrakofa beint af síðum sögubókar.

Eignin skiptist í jarðhæð, efri hæð, bílskúr og svo glæsilegan gróinn garð.

Á jarðhæðinni má finna tvö svefnherbergi, eldhús sem er opið í stofu, baðherbergi, þvottahús og svo forstofu. Svo er þar að finna hvorki meira né minna en þrjá innganga. Aðalinngang í forstofu, svo inngang í stofu af verönd og svo inngang úr þvottahúsi út í garð. Kynding á hæðinni er í gólfi.

Svo er það efri hæði. Þar má finna tvö herbergi, lítið salerni og rúmgóða stofu þar sem útgengt er á suðursvalir með útsýni til Esjunnar. Úr glugga í stofu má svo líta fallegt útsýni yfir Sundin og Reykjavík.

Bílskúrinn er 35 fermetrar að stærð og hefur stórt geymsluljós. Það er þó garðurinn sem hjálpar eigninni að vera einstaklega ævintýraleg. Garðurinn er fallegur og gróinn og má þar finna fjölbreytta fjölæringa. Eins má þar finna lítið gróðurhús og ræktunarkassa.

Búið er að helluleggja svæði í garðinum og setja þar upp skjólveggi, en samkvæmt auglýsingu er upplagt að nýta það svæði til að grilla. Við framhlið hússins er svo góð verönd til suðurs.

Mosfellsbær er svo í aðeins 12 km fjarlægð svo hér er á ferðinni tækifæri fyrir fólk til að komast aðeins út úr ys og þys borgarinnar án þess að fara þó of langt frá þægindum borgarlífsins.

Nánar má kynna sér eignina á fasteignavef DV

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði