fbpx
Föstudagur 09.desember 2022
Fókus

Lögfræðingur Johnny Depp svarar fyrir þrálátan orðróm um samband þeirra

Fókus
Föstudaginn 10. júní 2022 10:59

Camille Vasquez og Johnny Depp. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Camille Vasquez, lögfræðingur Johnny Depp, svarar fyrir þrálátan orðróm um að þau eigi í ástarsambandi.

Camille vakti mikla athygli í málaferlum Depp gegn fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard, hún var einn af níu lögfræðingum hans og sló í gegn meðal netverja.

Sjá einnig: Lögfræðingur Johnny Depp er stjarna réttarhaldanna – Bæði kölluð hetja og skúrkur af femínistum

Blæs á kjaftasögurnar

Það hefur verið þrálátur orðrómur á sveimi undanfarnar vikur að samband Depp og Vasquez sé meira en bara samband skjólstæðings og lögfræðings.

Þrátt fyrir að faðir hennar hefur komið fram og sagt að dóttir hans sé í sambandi með öðrum lögfræðingi þá virðast kjaftasögurnar enn lifa góðu lífi og hefur nú Vasquez sjálf tjáð sig um málið. Í viðtali við People sagði hún að þetta væri „svekkjandi.“

Camille Vasquez og Johnny Depp. Mynd/Getty

„Ætli þetta fylgi því ekki bara að vera kona að sinna starfinu sínu. Það er svekkjandi að sumir fjölmiðlar greindu frá þessu sem heilögum sannleika eða sögðu að samskipti mín og Johnny – sem er vinur minn og ég hef þekkt hann og verið lögfræðingur hans í fjögur og hálft ár núna – að samskipti okkar hefðu verið óviðeigandi á einhvern hátt eða ófagleg.“

People greinir frá því að Vasquez á kærasta og sé „mjög hamingjusöm“ í því sambandi. Lögfræðingurinn sagði að þó henni þyki þetta allt saman mjög leiðinlegt þá sé hún ekki hissa.

„Þetta er líka árás á mitt siðferði. Þetta er leiðinlegt og svekkjandi, en þetta fylgir þessu. Ég get ekki sagt að ég hafi verið hissa,“ segir hún.

Hægt er að lesa viðtalið við stjörnulögfræðinginn hér.

Depp hafði betur

Depp hafði betur í meiðyrðamáli sínu gegn Heard. Það tók kviðdóminn fjórtán klukkustundir til að komast að þeirri niðurstöðu að grein sem Heard birti hjá Washington Post árið 2018 hafi falið í sér meiðyrði. Heard sagðist vera þolandi heimilisofbeldis í greininni en nafngreindi ekki Depp.

Sjá einnig: Johnny Depp hafði betur gegn Amber Heard

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var bannað að vera í engu að ofan í lauginni

Var bannað að vera í engu að ofan í lauginni
Fókus
Í gær

Kristján Einar sækir sér aðstoð – „Engin skömm“

Kristján Einar sækir sér aðstoð – „Engin skömm“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eign dagsins – Jógastúdíó, tattústofa og þakíbúð á 89,9 milljónir

Eign dagsins – Jógastúdíó, tattústofa og þakíbúð á 89,9 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Meintur raðframhjáhaldari neitar sök – „Fyrirgefðu að ég kallaði þig þroskahefta“

Meintur raðframhjáhaldari neitar sök – „Fyrirgefðu að ég kallaði þig þroskahefta“