fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Lögfræðingur Johnny Depp er stjarna réttarhaldanna – Bæði kölluð hetja og skúrkur af femínistum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 2. júní 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Johnny Depp hefur lengi verið ein af skærustu stjörnum Hollywood. Og þótt að hans fyrrverandi eiginkona og núverandi erkióvinur, Amber Heard, hafi verið minna þekkt en Depp, getur enginn neitað að hana mátti með réttu kalla stjörnu. 

En flestir eru þó á því að hin sanna stórstjarna í málaferlum skötuhjúanna sé  lögfræðingur Depp: Camille Vasquez.

Vilja margir eigna henni að stórum hluta sigur Depp sem var úrskurðað 10 milljónir í skaðabætur í meiðyrðamáli hans gegn Heard. Eftir því sem leið á réttarhöldin birtu sífellt fleiri myndir af sér á samfélagsmiðlum í bolum merktum „Ég hjarta Camille Vasques“ og einn aðdáandi lét meira að segja húðflúra andlit hennar á sig.

Kom inn á síðustu stundu

Myllumerkið  #camillevasquez hefur fengið rúmlega 1,4 milljarða í áhorf á TikTok og eru þá ekki talin með tugir annarra helgaðir henni, jafnvel er til #camillevasquezoutfits. Tveggja mínútna myndbandsbrot af lögfræðingnum svo að segja kæfa vitnisburð Heard með andmælum hefur hlotið 27 milljón áhorf og sín eigin myllumerki, #objection og #objections.

Og talandi um myllumerki: Myndbönd merkt #JusticeforJohnny hafa hlotið 19 milljarða áhorf á móti aðeins 81 milljónum á þau merkt #JusticeforAmberHeard.

Camille Vasquez er þó aðeins ein af níu sem mynduðu lögfræðiteymi Depp og var ekki einu sinni fyrsta val sem aðallögfræðingur þótt að í upphafi hafi verið tekin sú ákvörðun að hafa konu í forsvari. Fysta val var þrautreyndur lögfræðingur að nafni Kathleen Zellner sem er hvað þekktust fyrir framgöngu sína í málinu sem sjónvarpsþættirnir Making a Murderer, og eru Íslendingum að góðu kunnir.

Á síðustu stundu var aftur á móti ákveðið að láta starfann í hendur Vasquez.

Ástarsambandið kjaftasaga

Það er ákvörðun sem Depp sér vafalaust ekki eftir. Þegar að Vasquez hóf yfirheyrslur yfir Heard skapaði hún sér á örskotsstund heimsfrægð fyrir fagmennsku, orðheppni og yfirvegaða framkomu. Hún mun einnig hafa vakið gríðarlega virðingu, jafnt meðal lögfræðinga sem að málinu komu, kviðdóms og jafnvel dómara. Hún þykir enn fremur hafa haft hlýju til að bera og augljósa umhyggju fyrir Depp, sem á tímabili kom af stað orðrómi um að samband þeirra væri hugsanlega dýpra en á milli skjólstæðings og lögfræðings.

Sá orðrómur var þó skotinn í kaf og hefur faðir Vasquez, Leonel Vasquez, staðfest að dóttir hans sé í föstu sambandi við annan lögfræðing sem þó hefur ekki verið nafngreindur.

Lof og last

Camille Vasquez er 37 ára gömul, þrautreyndur lögfræðingur af kólumbískum og kúbverskum ættum. Framganga hennar þykir sigur fyrir konur af latneskum uppruna, og reyndar allar konur, enda ekki á hverju degi sem lögfræðingur er dáð af unglingsstúlkum í stað leikkvenna, fyrirsætna eða samfélagsmiðlastjarna. Þó hafa heyrst raddir sem átelja Vasquez fyrir að verja karlmann sem sakaður var fyrir ofbeldi gegn konu, og að jafnvel með framgöngu sinni gegn Heard í vitnastúku hafi Vasquez, ein og sér, fært kvenréttindabaráttuna hálfa öld aftur í tímann.

En þær raddir hafa að mestu drukknað í röddum mun stærri hóps aðdáenda.

Talið er að réttarhöldin, og ekki síst framganga Vasquez, munu verða til þess að metaðsókn verði í laganám á næstunni, ekki síst meðal ungra kvenna.

Framtíð þremenninganna

Hvað varðar framtíð þremenninganna sem léku aðalhlutverkin í réttarhöldunum er ljóst að Depp hefur hlotið uppreist æru og sér hugsanlega fram á meiri vinsældir en nokkru sinni fyrr. Hlýtur Disney kvikmyndaverið að naga sig í hnúana fyrir að segja honum upp störfum sem Jack Sparrow í Pirates of the Caribeean kvikmyndunum sem hafa mokað inn fé fyrir Disney.

Amber Heard á að öllum líkindum ekki eftir að starfa sem leikkona í Hollywood, slíkur hefur skaðinn á mannorði hennar orðið. Heard sér einnig fram á gjaldþrot en eigur hennar mælast aðeins um fjórðungur af þeim skaðabótum sem henni voru dæmdar að greiða Depp.

Camille Vasquez þarf aftur á móti ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi á næstunni. Hún er stjarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar