Fyrirsætan Apollonia Llewellyn náði heldur betur að stela athyglinni í New York fyrr í vikunni þegar hún gekk um götur borgarinnar í sundfötum á meðan New York Fashion Week stóð sem hæst í borginni. Klæðnaður hennar þótti athyglisverður, ekki síst vegna þess hve kalt er í New York á þessum árstíma.
Nú hefur Apollonia náð að koma sér aftur á forsíður slúðurmiðlanna aftur sökum skorts á fötum. Það er þó auðveldara að réttlæta fáklæðnaðinn á nýju myndinni þar sem hún er tekin á grísku eyjunni Mykonos – loftslagið þar er töluvert hlýrra en í New York.
Sjá einnig: Gekk um götur New York í sundfötum
Apollonia ákvað þó að ganga skrefinu lengra á grísku eyjunni heldur en hún gerði í New York. Á myndinni má sjá fyrirsætuna njóta lífsins með kokteil í hendi ofan í sundlaug en hún ákvað að sleppa því að klæða sig í sundföt og er því allsnakin.
Þar sem Apollonia klæddist sundfötum í frostinu í New York er nokkuð viðeigandi að hún hafi sleppt þeim í hitanum – mögulega er hún of heitfeng fyrir gríska loftslagið.
View this post on Instagram