fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Kanye West og Billie Eilish fara í hart – Krefst þess að fá afsökunarbeiðni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. febrúar 2022 12:30

Kanye West og Billie Eilish. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Kanye West hótar að hætta við að koma fram á Coachella tónlistarhátíðinni ef söngkonan Billie Eilish biður ekki Travis Scott afsökunar. Travis Scott er rappari og barnsfaðir raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner.

Kanye vill að Billie biðst afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla á tónleikum nýlega, en hann telur ummælin tengjast Astroworld harmleiknum, þegar átta manns létust á tónleikum Travis Scott.

Kanye lýsti þessu yfir í færslu á Instagram, sem er öll skrifuð í hástöfum.

„Kommon Billie við elskum þig, viltu vinsamlegast biðja Travis afsökunar og fjölskyldu þeirra sem létust. Enginn vildi að þetta myndi gerast, Travis hafði ekki hugmynd um það sem var að gerast þegar hann var á sviði og hann var mjög leiður yfir því sem gerðist og já Travis verður með mér á Coachella, en nú þarf ég að fá Billie til að biðjast afsökunar áður en ég kem fram á hátíðinni,“ segir hann.

Travis Scott átti upphaflega að vera meðal þeirra sem kæmu fram á Coachella en eftir Astroworld fengu skipuleggjendur hátíðarinnar söngkonuna til að koma í hans stað.

„Ég var bara að hjálpa aðdáanda“

Billie lét umrædd ummæli falla þegar hún stöðvaði tónleika hjá sér til að hjálpa tónleikagesti. Hún sagði við áhorfendur: „Ég bíð eftir að fólk sé í lagi áður en ég held áfram.“

Margir héldu að hún væri með þessu að beina spjótum sínum að Travis og gagnrýna hann. Nokkrir fjölmiðlar erlendis greindu frá því en Billie neitar að hafa verið að tala um Travis.

„Ég bókstaflega sagði ekki orð um Travis, ég var bara að hjálpa aðdáanda,“ sagði Billie í svari sínu til Kanye.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann smokkapakka í tösku eiginkonunnar: „Þá vissi ég að eitthvað væri í gangi“

Fann smokkapakka í tösku eiginkonunnar: „Þá vissi ég að eitthvað væri í gangi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bergur Þór er nýr leikhússtjóri LA

Bergur Þór er nýr leikhússtjóri LA
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Svona leit hún út fyrir breytingarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum

Flutti í sumarbústað við Meðalfellsvatn eftir stórleik í þýskum þáttum