fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir mörgu er hægt að gleðjast þegar nýtt ár hefur gengið í garð. Fyrir vissan hóp af fólki marka áramótin nefnilega upphafið af hálfs árs gleðinni og stemningunni sem fylgir Eurovision-keppninni, en með nýju ári fara línur að skýrast varðandi hvað hvert land hefur fram á að bjóða að þessu sinni.

Að sjálfsögðu fyrir íslenska aðdáendur keppninnar þýðir það líka, í eðlilegu árferði, að brátt verði íslenska framlagið valið í Söngvakeppninni á RÚV.

Nú hafa þau sorglegu tíðindi borist frá Efstaleiti að keppninni í ár hefur verið frestað um viku að höfðu samráðu við sóttvarnayfirvöld. Samkvæmt tilkynningu mun þetta þó vera gert til að framkvæmd keppninnar verði eins og best er á kosið og að áhorfendur í sal fái að njóta hennar.

„Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun, við gerum okkur grein fyrir því að þetta snertir mjög marga, starfsmenn og keppendur,“ er haft eftir Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar í tilkynningu.

„En við teljum til mikils að vinna. Með þessu vonumst við eftir því að keppnin geti farið fram með eðlilegum hætti, með áhorfendum í sal. Þessir viðburðir hafa verið mjög vinsælir síðastliðin ár, uppselt hefur verið á flestar keppnir og það hefur gert mikið fyrir áhorfendur bæði heima og á staðnum.

Eins og allir vita er ekki á vísan að róa í þessum málum frekar en öðrum, en við vonum það besta. Í þessu ástandi getur auðvitað allt gerst, en við stefnum ótrauð áfram og hreinlega ætlum að færa landsmönnum þessa gleðisprengju sem keppnin er.“

Rúnar Freyr segir að unnið sé hörðum höndum að því að tryggja öryggi bæði áhorfenda og keppenda. „Örvunarbólusetningar fullorðinna og bólusetningar barna eru nú í fullum gangi og hver dagur skiptir máli. Við fylgjum ströngustu kröfum um sóttvarnir á æfingum og upptökum þessa dagana til að minnka áhættuna á smitum og dreifingu þeirra.“

Nýjar dagsetningar eru því eftirfarandi:

26. febrúar: Fyrri undanúrslit
5. mars: Seinni undanúrslit
11. mars: Fjölskyldusýning (Dómararennsli)
12. mars: Úrslitakvöld

Ekki er hægt að seinka keppninni umfram þetta þar sem síðasti skilafrestur framlaga er 13. mars og er ekki hægt að fá hann framlengdan.

„Við höfum mætt miklum skilningi hjá því frábæra fólki sem að framkvæmd keppninnar koma og ekki síður keppendum sjálfum sem eru allir einhuga um að gera keppnina eins flotta og hægt er. Við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“

10 lög keppa í Söngvakeppninni í ár og er undirbúningur í fullum gangi. Lagahöfundar hafa skilað inn upptökum af lögunum og æfingar á atriðunum eru hafnar. Lögin, höfundar og flytjendur verða svo opinberuð í sérstökum sjónvarpsþætti á RÚV laugardaginn 5. febrúar og verða lögin gefin út á helstu tónlistarveitum í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar