fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Fókus

Stjörnur sem sjá eftir fegrunaraðgerðum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 27. september 2021 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku steig fyrrverandi ofurfyrirsætan Linda Evangelista fram og sagðist hafa gengist undir misheppnaða fegrunaraðgerð sem „afmyndaði“ hana.

Sjá einnig: Ofurfyrirsæta segist „afmynduð til frambúðar“ eftir fegrunaraðgerð

Linda er ekki eina stjarnan sem hefur opinberlega viðurkennt að hún sjái eftir því að hafa gengist undir fegrunaraðgerð. The Sun tók saman nokkrar stjörnur sem hafa lagst undir hnífinn og séð eftir því.

 

Tara Reid

Leikkonan Tara Reid, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í American Pie, sagðist hafa misst vinnu í kjölfar misheppnaðrar brjóstastækkunar og fitusogs árið 2004.

Tara sagðist hafa beðið lýtalækninn um B-skálar en hann lét hana fá C-skálar. Fitusogið misheppnaðist einnig. „Kviðurinn minn varð gáróttur og hræðilegur,“ sagði hún.

„Ég var með kviðslit, þessa risa kúlu við hliðina á naflanum mínum og ég gat ekki klæðst bikiní. Ég missti einnig mikið af vinnu.“

Tara hefur síðan þá gengist undir aðgerð til að laga það sem illa fór.

Heidi Montag

Raunveruleikastjarnan Heidi Montag gekkst undir dramatíska breytingu í sjónvarpsþáttunum The Hills árið 2010. Hún fór í tíu fegrunaraðgerðir, meðal annars nefaðgerð, augnlyftingu og brjóstatstækkun.

Heidi lét stækka brjóst sín í skálastærð F en fjórum árum seinna skipti hún púðunum út fyrir minni púða í skálastærð C.

Í samtali við People á sínum tíma sagðist hún ekki hafa gert sér grein fyrir hversu stórir og þungir púðarnir væru.

„Mér leið eins og ég væri með tvær keilukúlur framan á mér. Mér fannst ég óviðeigandi. Karlmenn störðu mjög óþægilega á mig og þeim fannst þeir hafa rétt á því þar sem ég var með svona stór brjóst,“ sagði Heidi.

Victoria Beckham

Kryddpían Victoria Beckham hefur á seinni árum talað opinskátt um brjóstastækkun sem hún gekkst undir á tíunda áratugnum. Hún hefur síðan þá látið fjarlægja púðana.

Þó svo að Victoria sé hreinskilin um fegrunaraðgerðina núna þá var hún það ekki fyrst. Hún neitaði í mörg ár að hafa gengist undir fegrunaraðgerð. „Öll þessi ár þá neitaði ég því, heimskulegt. Merki um óöryggi,“ sagði hún við Vogue árið 2017.

Mickey Rourke

Leikarinn Mickey Rourke steig fyrst fram í sviðsljósið á níunda áratugnum og sló í gegn í myndunum Diner og 9 ½ weeks. Hann er einnig fyrrverandi hnefaleikakappi.

Hann hefur gengist undir fjölmargar fegrunaraðgerðir á andliti og sagði að ástæðan væri að hnefaleikarnir „eyðilögðu“ andlit hans.

„Aðgerðirnar sem ég gekkst undir voru flestar til að laga andlitið mitt, en ég fór ekki til rétta læknisins,“ segir hann.

Molly-Mae Hague

Love Island-stjarnan og áhrifavaldurinn Molly-Mae hefur verið mjög opinská um fegrunaraðgerðirnar sem hún hefur gengist undir og séð eftir. Hún lét fjarlægja öll fylliefni í andliti sínu í byrjun árs 2020.

Hún byrjaði að fá sér fylliefni þegar hún var sautján ára. Hún er 22 ára.

„Mér finnst eins og ég sé enn í miðju ferli að láta allt ganga til baka og verða náttúruleg á ný. Ég gerði mörg mistök þegar ég var yngri og ég er að reyna að laga þau núna,“ segir hún.

Leslie Ash

Leikkonan Leslie Ash komst í fréttirnar árið 2002 eftir að hún lét stækka á sér varirnar í annað skipti. Varir hennar voru kallaðar „trout pout“ í fjölmiðlum en Leslie fór til lýtalæknis sem sprautaði sílíkoni í varir hennar en ekki fylliefni sem leysist upp með tímanum.

„Ég hélt að þetta væri efni sem líkami minn myndi brjóta niður með tímanum,“ sagði hún við This Morning. „En án þess að ég vissi þá notaði læknirinn iðnaðarfylliefni sem blandaðist við vöðvana. Þetta er það sem getur gerst.“

Katie Price

Það mætti segja að Katie Price sé fegrunaraðgerðadrottning Bretlands. Hún er 43 ára og hefur gengist undir tólf brjóstaaðgerðir, farið þrisvar í andlitslyftingu og margoft í fitusog. Hún hefur látið gera margt annað við líkama sinn og andlit.

Árið 2019 viðurkenndi hún að hafa gengið of langt eftir að tvö yngstu börn hennar fóru að gráta þegar þau sáu mömmu sína eftir aðgerð.

Sjá einnig: Börn Katie Price grétu þegar þau sáu móður sína – Viðurkennir að hafa gengið of langt í þetta skipti

Í sumar fór hún til Tyrklands til að gangast undir nokkrar aðgerðir. Hún var miður sín eftir aðgerðirnar og sagðist líta út eins og skrímsli.

Sjá einnig: Segist líta út eins og „skrímsli“ eftir nýjustu aðgerðirnar – „Hvað í fjandanum hef ég gert?“

Kylie Jenner

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner hefur þrýstna stút sínum stórveldi sitt að þakka, að einhverju leyti allavega. Kylie Jenner Cosmetics, fyrirtæki hennar, byrjaði á því að selja varalitablýant og varalit og mokseldust vörurnar því viðskiptavinir vildu ólmir líta út eins og hún.

En Kylie viðurkenndi það árið 2018 að hún sæi eftir því að hafa byrjað að fylla í varir sínar aðeins fimmtán ára gömul og hún lét leysa upp fylliefni í vörunum til að vera náttúrulegri.

„Ég gerði þær allt of stórar á einum tímapunkti,“ sagði hún við Allure.

Chloe Ferry

Þegar Chloe Ferry kom fyrst fram í raunveruleikaþáttunum vinsælu Geordie Shore árið 2015 leit hún allt öðruvísi út.

Síðan þá hefur hún eytt himinhárri upphæð í fegrunaraðgerðir, eins og bótox, augnlyftingu, nefaðgerðir og brjóstastækkun.

Chloe gekkst einnig undir rándýra kviðaðgerð sem hún viðurkenndi seinna að hún sæi eftir. „En ég lærði af þessum mistökum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Mössuð prinsessa vekur athygli – „Þetta getur ekki verið raunverulegt“

Mössuð prinsessa vekur athygli – „Þetta getur ekki verið raunverulegt“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

„Ég vil að eiginkonan niðurlægi mig með því að stunda kynlíf með öðrum karlmanni á meðan ég horfi“

„Ég vil að eiginkonan niðurlægi mig með því að stunda kynlíf með öðrum karlmanni á meðan ég horfi“
Fókus
Í gær

Erlendir miðlar ausa Snertingu lofi

Erlendir miðlar ausa Snertingu lofi
Fókus
Í gær

Segir flesta sem hafa neikvæðar skoðanir á honum ekki hafa kynnt sér málin – „Hræsnin og tvískinnungurinn er hrópandi“

Segir flesta sem hafa neikvæðar skoðanir á honum ekki hafa kynnt sér málin – „Hræsnin og tvískinnungurinn er hrópandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Að bera litinn

Að bera litinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúr eiginmaður stefnir Apple eftir að síminn hans kom upp um framhjáhaldið

Ótrúr eiginmaður stefnir Apple eftir að síminn hans kom upp um framhjáhaldið