fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Vinsælasta fólkið á Tinder gefur ráð – „Byrjaðu samtalið á góðum brandara“

Fókus
Fimmtudaginn 23. september 2021 09:13

Myndir/Tinder

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinder hefur afhjúpað vinsælasta fólkið á stefnumótaforritinu. Það er fólkið sem hefur verið „svæpað“ oftast til hægri hjá í Bretlandi. LadBible greinir frá.

Meðal þeirra sem eru efst á listanum eru geislafræðingur, grunnskólakennari og sundlaugarvörður.

Þetta er vinsælasta fólkið á Tinder í Bretlandi.

Blake er 24 ára geislafræðingur frá Cardiff.

Hann er að leita að einhverri með gott skopskyn sem hann getur hlegið með.

„Lífið er erfitt, það er bara svoleiðis. Þannig mig langar að finna einhverja sem getur látið mig hlæja eftir langan og erfiðan dag í vinnunni. Hins vegar finnst mér mikill munur á einhverri með gott skopskyn og manneskju sem tekur lífinu ekki alvarlega. Ég vil einhverja sem lætur mig vilja vera bestu útgáfuna af sjálfum mér, einhverja sem er hugulsöm. Ég er náinn fjölskyldu minni þannig það er mikilvægt að þér kemur vel saman við hana, sérstaklega mömmu mína!“

Aðspurður af hverju hann sé svona vinsæll á Tinder segir hann: „Bara ekki vera með sömu myndirnar, þó þú sért í mismunandi fötum. Ég held að það skipti máli að vera með myndir úr mismunandi aðstæðum. Hvort sem það er með vinum eða að spila íþrótt. Það hjálpar líka að að byrja samtalið með opnunarlínu sem er hnyttin og fyndin til að ná athygli.“

Molly er 24 ára kennari frá Milton Keynes. Hún er í leit að karlmanni sem getur haldið í við hana.

„Ég elska að vera á ferðinni, prófa alls konar mat, heimsækja nýja staði og upplifa nýja hluti. Ég er málglöð og hef gaman að því að hlæja. Þannig ef þú getur látið mig hlæja þá hefurðu þegar vakið áhuga minn,“ segir hún.

„Ég er hrifin af einhverjum sem er öruggur og er duglegur að hrósa mér. Ég vil einhvern í líf mitt sem er hreinskilinn, áreiðanlegur og tryggur, sem stendur við mína hlið og er til í að skapa minningar.“

Ashley er 28 ára fyrirtækjastjóri frá Surrey sem er hrifinn af „fínni hlutunum í lífinu.“

Hann er að leita að karlmanni sem aðhyllist sama lífsstíl og hann. „Ég væri til í einhvern sem leggur jafn mikið að mörkum og ég, bæði í ræktinni og á skrifstofunni,“ segir hann.

Oisin er 19 ára fótboltamaður frá Belfast. Hann starfar einnig sem sundlaugarvörður.

Hans helsta ráð þegar kemur að Tinder er að byrja samtalið á GIF eða góðum brandara.

Emma er 22 ára hlaðvarpsstjórnandi frá Guildford. Hún er með listgráðu og hefur áhuga á einhverjum með ríka sköpunargáfu.

Katie er 23 ára frá Colchester. Hún segist vera mikil íþróttakona og var áður atvinnumaður í sundi.

Hún trúir því að lykillinn að vinsældum á Tinder sé heiðarleiki og að vera maður sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum