fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Fókus

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. september 2021 12:31

Cristina Villegas er vinsælasti stripparinn á YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristina Villegas hefur undanfarin ár haldið úti vinsælli YouTube-rás þar sem hún veitir áhorfendum innsýn í daglegt líf sitt sem strippari.

Vinsældir hennar hafa aukist gífurlega og er hún án efa stærsti „áhrifavaldastripparinn“ þarna úti með rúmlega 1,7 milljón fylgjendur á YouTube og rúmlega 500 þúsund fylgjendur á Instagram.

DV hefur áður fjallað um Cristinu, eins og þegar hún leyfði áhorfendum að fylgjast með viku í lífi sínu.

Sjá einnig: Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“

Cristina hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, bókstaflega. Hún útskýrir hvers vegna í nýju myndbandi á YouTube.

Cristina segir nokkrar ástæður liggi að baki því að hún hefur ákveðið að hætta og gengst við því að vinsældir hennar á samfélagsmiðlum hafi haft mikil áhrif. Cristina kveðst venjulega vera feimin og hlédræg manneskja og því hafi verið erfitt þegar fólk fór að bera kennsl á hana á strippstaðnum, sérstaklega þegar það var gerðist nærgöngult og bað hana til dæmis um að fá að snerta brjóst hennar til að finna brjóstapúðana eða snerta rassinn hennar.

„Það var eitt þegar stelpur könnuðust við mig en það var annað þegar gaurar fóru að þekkja mig. Þá varð þetta frekar óþægilegt. Því á strippstaðnum ertu með þitt „stripparanafn.“ Mitt var „Jessie“. Þannig þegar ég hitti viðskiptavini kynnti ég mig sem Jessie, en stundum leiðréttu þeir mig, vissu hvað ég heiti og allt um mig,“ segir hún.

„Þeir voru að taka myndir af bílnum mínum. Þannig þessir gaurar vissu hvað ég heiti fullu nafni og hvernig bíl ég keyri, af því að ég hafði deilt því á samfélagsmiðlum. Og þó að klúbburinn minn sé mjög öruggur þá er alltaf einhver möguleiki að einhver geti elt mann heim.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tina V (@cristina.villegas)

Fór í önnur verkefni

Cristina segir að á einum tímapunkti hafi hún áttað sig á því að þessir tveir heimar hennar hefðu runnið saman í einn graut. Hún segist vera mjög kvíðin að eðlisfari og þetta hefði valdið henni miklum óþægindum. Það er því helsta ástæðan fyrir því að Cristina fór að dansa minna á strippstaðnum.

En aðrar ástæður lágu einnig að baki. Eitt leiddi af öðru og fór Cristina að sinna öðrum verkefnum utan vinnunnar. Hún stofnaði fyrirtæki og byrjaði að hanna og framleiða fatnað fyrir dansara. Hún keypti einnig hús og gerði það upp.

„Ég var eiginlega alveg hætt að mæta á klúbbinn nema til að taka upp myndbönd fyrir ykkur,“ segir hún.

„Ég var farin að fá tekjur frá öðrum stöðum en strippstaðnum. Eins og frá samfélagsmiðlum, samstarfsaðilum, fyrirtækinu mínu og fleira.“

Cristina ætlar að einbeita sér meira að YouTube. Hún ætlar þó ekki að hætta að tala um stripparalífsstíllinn. Það verður aðaláherslan á efninu frá henni. Hún ætlar að segja sögur af því sem hún hefur upplifað í starfinu, einnig langar hana að greina frá „dökku hliðum“ starfsins. Hún ætlar einnig að taka viðtal við aðra strippara um starfið og heimsækja strippstaði víðs vegar um Bandaríkin.

Það er því margt spennandi á dagskrá á YouTube-síðu Cristinu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tina V (@cristina.villegas)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eign dagsins – 128 fermetrar á 29,9 milljónir

Eign dagsins – 128 fermetrar á 29,9 milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við Adam Levine dregið aftur fram í sviðsljósið

Gamalt viðtal við Adam Levine dregið aftur fram í sviðsljósið