fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Gagnrýnir móður sína eftir að hún sakaði Travis um að hafa sofið hjá Kim Kardashian

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shanna Moakler, fyrrverandi eiginkona Travis Barker, hefur verið talsvert í fréttum undanfarið fyrir að viðra skoðanir sínar á sambandi Travis og raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian.

Travis er heimsfrægur trommari sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Blink-182.

Sjá einnig: Fyrrverandi eiginkonan kallar hegðun Kourtney og Travis „furðulega“

Shanna og Travis voru gift á árunum 2004-2006 og eignuðust saman tvö börn. Alabama og Landon Barker.

Alabama er fimmtán ára gömul og lét móður sína heyra það nýverið á samfélagsmiðlum eftir að Shanna sakaði Travis um að hafa haldið framhjá sér með Kim Kardashian, systur núverandi kærustu hans Kourtney.

Alabama segir að þessi staðhæfing móður hennar sé þvættingur og sakar hún einnig móður sína um að hafa verið fjarverandi í lífi hennar.

Alabama gagnrýnir einnig kærasta móður sinnar, fyrirsætuna Matthew Rondeau sem er 28 ára. Shanna er 46 ára.

„Allir halda að móðir mín sé frábær. Matthew er ömurlegur við hana og ekki bara það, þá heldur hann einnig framhjá henni,“ segir hún.

Shanna og Matthew hafa byrjað saman og hætt saman nokkrum sinnum undanfarna mánuði.

„Móðir mín hefur aldrei verið almennilega í lífi mínu, þannig getið þið hætt að láta eins og hún sé frábær móðir. Vildi mamma ykkar hitta ykkur á mæðradaginn? Því mín spurði mig ekki. Ég er hætt að halda þessu leyndu, raunveruleikinn er kominn í ljós.“

Alabama deildi skjáskoti af skilaboðum frá móður sinni, sem virðast vera svar móður hennar til óþekkts aðila á Instagram.

„Ég skildi við Travis því ég gómaði hann halda framhjá mér með Kim [Kardashian]! Nú er hann ástfanginn af systur hennar.. Þetta er allt ógeðslegt.. Ég er ekki vonda manneskjan!“ Kemur fram í skilaboðunum frá Shönnu.

Alabama svarar einnig gagnrýni móður hennar að það sé Travis föður hennar „að kenna“ að hún sé „kynhlutgerð“ á netinu. Shanna hélt því fram að Travis sæi um Instagram-síðu dóttur þeirra.

„Ég stjórna Instagram-síðu minni sjálf. Ég er nógu gömul,“ segir Alabama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“