fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Hélt hann hefði fundið draumaíbúðina – Þar til hann skoðaði götukort Google

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 20:30

Húsið sem var of gott til að vera satt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Darren Connell fann hina fullkomnu íbúð, eða svo hann hélt. Hann deildi raunum sínum á Twitter og sagði frá því að hann hafi fundið íbúð á lygilegu verði, en þegar hann skoðaði íbúðina á götukorti Google (e. Google Street View) þá blasti við honum undarleg sjón.

Það voru settar rétt rúmlega 10,5 milljónir króna á eignina. Darren þótti verðið aðeins of gott til að vera satt, svo hann ákvað að skoða húsið og hverfið betur á götukorti Google. Þar sá hann lögregluþjón vera að yfirgefa eignina með bréf í höndunum.

Darren fékk einhverja ónotatilfinningu og ákvað að halda áfram í leit sinni að draumaheimilinu.

Raunir Darren hafa slegið í gegn hjá netverjum og fjallar til að mynda vefur skoska The Sun um málið. Darren útskýrir ekki mál sitt frekar en ætla má að eitthvað gruggugt hafi átt sér stað í húsinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“