fbpx
Þriðjudagur 25.janúar 2022
Fókus

Orðrómurinn reyndist sannur – Myndband af Kim Kardashian og Pete Davidson haldast í hendur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. nóvember 2021 14:01

Kim Kardashian og Pete Davidson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mætti segja að internetið hafi farið á hliðina þegar Kim Kardashian, 41 árs, og Pete Davidson, 28 ára, héldust í hendur í rússíbana í lok október. Í kjölfarið var greint frá því að þau væru aðeins vinir en fljótlega fór sá orðrómur á kreik að þau væru meira en bara vinir.

Rúmri viku seinna greindi Entertainment Tonight frá því að rómantík væri komin í samband þeirra. En þau staðfestu það hvorug og hafa fjölmiðlar verið á höttunum eftir almennilegri staðfestingu á að orðrómurinn sé sannur.

Það mætti segja að internetið hafi því aftur farið á hliðina þegar það náðist af þeim myndband leiðast á miðvikudaginn síðastliðinn. Kim var klædd gráum joggingbuxum og hvítri samfellu. Pete var í náttbuxum frá SKIMS, fatamerki Kim, og svörtum stuttermabol.

Á myndum sem E! News birtir má sjá parið fara úr bíl og leiðast á meðan þau rölta í annan bíl.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kardashian News (@kardashianvideo)

Það sem netverjar hafa tekið sem enn frekari staðfestingu var þegar rapparinn Flavor Flav deildi mynd af sér á Instagram ásamt Kim Kardashian, Pete Davidson og Kris Jenner, móður Kim. Þau voru öll í náttfötum frá SKIMS.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial)

Samkvæmt E! News hafa margir orðið vitni að rómantískum kvöldverðum Kim og Pete undanfarna viku, en Pete var í heimsókn í Los Angeles. Hann býr í New York.

Kim Kardashian var með Kanye West en þau skildu að borði og sæng fyrir tæpu ári. Hann er sagður vera með fyrirsætunni Vinetria. Pete var í sambandi með leikkonunni Phoebe Dynevor í fimm mánuði, en því lauk í ágúst síðastliðnum.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um 22 ára kærustu Kanye West

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta var á N1 þegar hún sá fréttirnar: „Ég man ég hringdi í þig og sagði: „Sólrún, ertu að fokking djóka, hvað á ég að gera?!““

Lína Birgitta var á N1 þegar hún sá fréttirnar: „Ég man ég hringdi í þig og sagði: „Sólrún, ertu að fokking djóka, hvað á ég að gera?!““
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hann þóttist ætla að hitta vini sína – En hann vissi ekki hvað ég vissi“

„Hann þóttist ætla að hitta vini sína – En hann vissi ekki hvað ég vissi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslendingar segja þetta vera mesta kjaftæðið hér á landi – „Þetta er almennt mjög pínleg stemming”

Íslendingar segja þetta vera mesta kjaftæðið hér á landi – „Þetta er almennt mjög pínleg stemming”
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Þegar hún sagði anorexía fór ég að hlæja og hugsaði: „Sérðu hversu feit ég er?““

„Þegar hún sagði anorexía fór ég að hlæja og hugsaði: „Sérðu hversu feit ég er?““