Leynilöggan var frumsýnd með miklum látum síðastliðinn miðvikudag. Íslenskir kvikmyndahúsagestir tóku henni fagnandi og gerðu hana að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi.
Sjá einnig: Sjáðu myndirnar – Stjörnum prýdd frumsýning í Egilshöll
Leynilöggan slær fimmtán ára gamalt frumsýningar met Mýrinnar, hægt er að sjá topp 5 listann hér að neðan.
Leynilöggu miðasölu tekjurnar voru 15,941,412kr. sem setur hana á topp íslenskra kvikmynda frumsýninga og fimm daga tekjurnar 23,683,667kr. sem toppar sömuleiðis fimm daga frumsýningarhelga tekjumetið.